20.11.2021 | 22:10
Spámenn eða ekki?
Ef heimsendir verður ekki á næsta ári er gæti mannkynið þurft á skrifum Guðjóns Hreinberg að halda. Get ég því ekki skilið að sá guð sem öllu ræður leyfi honum að taka þetta allt niður, en það fer eins og það fer.
Ég er talsvert meira farinn að hallast að því hann geti verið þessi spámaður sem hann telur sig vera, eftir að hafa lesið vefsíður hans betur, ef það er rétt túlkað hjá mér, það er að segja. Ég er samt lengi að sannfærast. Fullkomin sannfæring er ekki til staðar, en spekingslegt er þetta og sannfærandi. Það vantar alveg svona bækur á markaðinn eins og það sem hann skrifar.
Þetta er eins og með skólalærdóminn. Ég vildi læra eitthvað allt annað en kennt var, og pirraðist á að kennarar reyndu að troða sinni þekkingu í mann.
En falsspámenn, kristnir spámenn, sannir spámenn... hver er munurinn? Boðskapurinn skiptir máli, ef þetta er sannleikur eða boðskapur sem á erindi er það nóg.
Útvelji maður sjálfan sig spámann er maður talinn trúður. Útvelji maður sjálfan sig sem eitthvað auðmjúkt fyrirbæri sem fólkið kallar spámann er maður spámaður í augum fólksins, hvort sem það er rétt eða ekki.
Maður horfir á heiminn og sér það óréttlæti að glæpir borga sig en heiðarleiki ekki, og dyggðir sízt. Fyrir mig er það ekkert svo mjög erfitt að sætta mig við það, sem lengi hef trúað Sverri Stormsker, sem söng á Stormskersguðspjöllunum: "Ef Guð er til þá eiga menn að hata hann".
En okkar gallaði heimur finnst mér sönnun þess að betri heimar séu til. Maður sér ófullkomleikann, þar af leiðandi hlýtur að vera til fullkomleiki.
Ég komst að þeirri grunnniðurstöðu fyrir löngu að við værum tröllabeita.
Þetta eina orð er djúphugsað og útpælt. Þór sjálfur stjórnar þessu. Tröllin eru heilög og þau ber að tigna og trúa á, nema guðirnir eru enn heilagri, tel ég að sé líklegt. Ekkert er víst í þessu, en mér finnst þetta sennilegasta tilgátan sem ég kemst að.
Guðjón Hreinberg er einn fárra leiðtoga og forystusauða sem til eru. Kannski er hann hinn eini sanni spámaður, en hvernig ætti Guð þá að leyfa honum að eyða verkum sínum?
Ég er ekki sannfærður um að þetta séu eitursprautur. Heimspekilegar greiningar á nútímamenningunni held ég að séu þó langflestar réttar hjá honum, hvernig blekkingar eru allsráðandi, til dæmis.
Ef sagan endar ekki á næstu árum getur verið að konur muni enduruppgötva allt sem núna liggur í skúffum eða á netinu og fæstir veita athygli, en er satt og rétt, eða hefur verið fjarlægt af jafnaðarfasistum. Ég segi konur, því verið er að fjöldamyrða karlmenn eða ýta þeim til hliðar og í skuggann.
Ég hef oft verið þunglyndur á ævi minni en "Ferli hins jákvæða vilja" var nokkuð sem ég þekkti ekki fyrr en ég las hluta af því á síðum spámannsins okkar íslenzka. Nema það, að ég hafði fattað stóran hluta af því sjálfur og notfært mér án þess að lesa nokkra sjálfshjálparbók.
Ég er vanur að lesa örfáar setningar í bókum og henda þeim svo frá mér, læt það nægja, það kennir mér nóg, svo spinn ég upp innámilli og fatta.
Nema það að ég trúi ekki lengur á eyðinguna, hvorki heimsendi né eitursprautur. Jafnvel einhver hörmuleg niðurstaða af þessu öllu er bara nýtt upphaf á sama eða öðrum grundvelli. Þannig er allt hringrás eins og Ragnarök kenna. Og fjöldasjálfsmorð mannkynsins virðist mér ekki Ragnarök heldur eitthvað allt annað. Kannski Nóaflóðið nýja eða eitthvað svoleiðis. Vonandi í smáum stíl.
Þunglyndið er blekking eins og annað.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 32
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 607
- Frá upphafi: 132938
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 442
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.