Lauf í vindi, sem fara eftir tízkustraumum

Ef þróunin heldur áfram og allir strákar og karlar verða taldir gerendur fyrir allt sem þeir gera eða gera ekki, þá verður búið að gjaldfella orðið gerandi eins og búið er að gjaldfella orðið rasisti, sem búið er að gjaldfella og gera orð víðtækrar merkingar.

 

Femínazistar segja að það séu forréttindi að vera frægur og koma fram í fjölmiðlum. Slík orðræða fer bara af stað þegar um er að ræða að smána stráka og karla sem eru frægir í fjölmiðlum og hlýða ekki eins og kaghýddir hundar.

 

Skorturinn á karlmennskunni er aðalvandamál nútímans, og eitraður kvenleikinn hefur náð að gera eiginlega allt hundleiðinglegt og dautt.

 

Þótt að næstum allar konur taki undir að allir karlar séu gerendur, og skuli endilega dæmdir fyrirfram, þá er það vegna þess að þær standa með kynsystrum sínum og almenningsálitinu, frekar en að dómgreind þeirra sé horfin. Eyrnalokkarnir, X-2000, líkamsskrautið, uppeldi þeirra í gegnum aldirnar, allt hefur þetta miðað að því að taka burt dómgreind þeirra og sjálfstæða hugsun.

 

Eins og mér finnst mikið skemmtiefni og fyndið að lesa það sem öfgafengið fólk lætur útúr sér á samfélagsmiðlum og hvar sem er, sérstaklega þegar ég er ekki sammála því, og athugasemdakerfin eru fræg fyrir að vera slík andleg saurþró og skítakamar, þá má varast að draga þá ályktun að skítadreifarar séu þverskurðurinn af þjóðinni.

 

Það er sannleikskorn í því að konur eigi ennþá bágt. Kannski verður maður betri maður með því að trúa því að þær séu allar fórnarlömb, sama hvað gert er eða ekki gert.

 

Já, það er rétt að Þórir Sæmundsson sýndi ekki iðrun í viðtalinu sem setti þjóðfélagið á hliðina nýlega. Kveikur stendur undir nafni sem þátturinn sem sameinar þjóðina í ást og hatri. Ekki hægt að segja að sjónvarpsáhorf sé að dvína eða áhrifin af hinu vinsæla Ríkisútvarpi. Svona þættir reisa þessa gömlu stofnun til vegs og virðingar, eða vinsælda að minnsta kosti.

 

Kannski eru svona þættir nauðsynlegir, til að samúðin með konum aukist, og skilningurinn í þeirra garð.

 

Það er hluti af uppeldi stráka að vera harðir og iðrast ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 41
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 544
  • Frá upphafi: 132116

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 438
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband