5.11.2021 | 01:53
Helstefnan
Dr. Helgi Pjeturss spáði því að ef hans leiðsögn yrði ekki þegin myndi helstefnan sigra. Það hefur ræzt.
Hann kallaði seinni heimsstyrjöldina "mestu heimsku mannkynsins" og reyndi að afstýra henni með því að skrifa Hitler bréf og gagnrýna hann, tala um fyrir honum eins og óþægum krakka, en samt á frábærri þýzku og í fullri vinsemd og með tilheyrandi virðingu. Auðvitað var því ekki sinnt.
Hann taldi sjálfan sig nokkurs konar messías og mannkynsfrelsara.
Þeir sem voru ósammála honum notuðu það gegn honum að hann hafði dvalizt á Kleppi um nokkurt skeið, eftir að hann var að jafna sig á áfalli. Það vildi þannig til að hann var án matar og svefns uppi á fjöllum í rannsóknarleiðangri og fékk óráð. Slíkt getur komið fyrir alla.
Stefna hinnar vaxandi þjáningar hefur ríkt. Tökum til dæmis öll verkjalyfin sem Íslendingar nota. Helstefna er réttnefni, algjört réttnefni.
Hann tók eftir því að þeir sem stjórnuðu gerðu það ekki vel, og honum fannst leiðtogarnir viti firrtir, ekki sízt þeir sem fóru útí stríðin.
Hann spáði því að vitfirringin myndi aukast á jörðinni og aðeins eitt myndi bjarga, sameiginlegt markmið og aukin skynsemi, að fólk færi að nota vit sitt í staðinn fyrir tilfinningarnar. Hann reyndi að rökstyðja sínar kenningar og boða þær, en þrátt fyrir mikinn stuðning hafa þær aldrei tekið við af trúarbrögðunum, eins og hann sagði að yrði prófsteinn á það hvenær lífstefnan myndi sigra.
Eins og hjá sönnu helstefnumannkyni látum við stjórnast af vitfirringu og tilfinningum.
Dr. Helgi sagði fyrir um það að ekki yrði hægt að breyta helstefnu yfir í lífstefnu þegar klikkun mannkynsins næði ákveðnu stigi. Augljóst er að sá tímapunktur er liðinn.
Get ég ekki annað en dáðst að kenningum hans og hvernig þær hafa ræzt.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 48
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 551
- Frá upphafi: 132123
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 443
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.