12.10.2021 | 18:33
Enn um Crown SHC-5100
Ég sagði nýlega frá Crown SHC-5100 samstæðu sem ég fann í Góða hirðinum. Ég gat lagað hana og allt virkar núna fullkomlega. Þessi græja var framleidd í Japan frá 1978 til 1981, en um það leyti kom önnur í staðinn, Crown SHC-6100 og var á markaðnum til 1985 eða svo. Þessi tæki seldust mikið á heimsvísu, voru ódýr en þóttu ekki vönduð.
Eitt af mínum áhugamálum er raftækjaviðgerðir. Ég fann að ég hef hæfni á þeim sviðum og hef gaman að dunda mér við slíkt. Því miður eru nýju tækin orðin svo smágerð að ekkert þýðir að lóða þau sundur og saman, nema í undantekningatilfellum.
Það er rangt að segja að þessi tæki séu drasl. Málið er að tæki frá þessum tíma voru smíðuð til að endast, sama hvaða tegund það var. Þetta tæki hafði greinilega verið í eigu eins aðila allan þennan tíma, frá 1978, slitið bar þess merki og þokkaleg meðferðin. Plötuspilarinn var svo mikið notaður að hann var orðinn gatslitinn og segulbandstækið sömuleiðis, en hvort tveggja vel hægt að laga. Öfugt við nýrri tæki, sem erfðara er að laga, þá þarf einungis rétta varahluti í svona græjur, þær endast lengur en maður sjálfur, kunni maður að gera við þær.
Fyrir mér er þetta eins og að eignast fermingargjöfina mína aftur, eða eina af þeim. Ég fékk einmitt stæðuna Crown SHC-6100 í fermingargjöf 1984, sem er næstum alveg eins og þessi. Eini munurinn felst í útlitsbreytingu og örlítið vandaðra segulbandstæki. Hins vegar gaf ég fermingargræjurnar mínar kunningja mínum, sem notaði hana sem gítarmagnara, þegar flest var orðið bilað, en þá kunni ég ekki almennilega að gera við svona græjur. Þá hafði ég fundið Crown SHC-5500 í Sportmarkaðnum, árið 1990 og keypti mér slíka stæðu, sem er eiginlega Rolls Royceinn af öllum svona tækjum frá Crown fyrirtækinu. Það tæki entist mér vel og lengi.
Það tæki var framleitt frá 1977 til 1980. Því miður fór Crown fyrirtækið aldrei útí að framleiða mjög vandaðar græjur, en samt er hljómurinn í tækjum frá þessu fyrirtæki mjög góður.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 145
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 753
- Frá upphafi: 133224
Annað
- Innlit í dag: 89
- Innlit sl. viku: 557
- Gestir í dag: 80
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.