Birgir, vistaskiptin, hnífasettin í bakinu þekkja framsóknarmenn

Spurning er hvort aukið ofbeldi barna og unglinga sé vegna þess að kristnifræðslan er á undanhaldi og tíu ár brátt síðan hún var tekin út fyrir almenna trúfræðslu. Það eitt og sér getur verið gott viðhorf og átt rétt á sér að börn séu umburðarlynd og fróð, en dæmið mætti líka setja upp á allt annan veg, sem sagt að við erum hluti af þjóðfélagsbreytingum sem eiga sér stað útum allan heim, með tölvunotkun, fjórðu iðnbyltingunni, alþjóðavæðingunni og gömlu siðfræðigildin sem voru hluti af kristni og heiðni fornmannanna aðeins eitt konfekt á sölutorgi hugmyndanna.

 

Dr. Helgi Pjeturss, sá mikli snillingur kallaði þetta samstillingu fjöldans, eða samheldni, og í lagatextum íslenzkum sem stuðzt er við er oft notað orðalag eins og "allsherjarregla", að verja allsherjarreglu. Allavega, fólk veit við hvað er átt, hefðir, siðir, það sem börnum er innrætt og heldur samfélaginu saman.

 

Það hefur mér þessvegna þótt nýlunda að Píratar hafa skorið upp herör gegn svona hefðum og siðum og tala opinberlega um að nauðsynlegt sé að útrýma þeim. Gjarnan er í því sambandi talað um feðraveldið, að til að eyðileggja feðraveldið þurfi að rústa hefðunum, því þetta tvennt sé óaðskiljanlegt.

 

Hingað til hefur það þótt jákvætt að eiga hefðir og siði, og að nauðsynlegt sé að viðhalda þeim. Þessvegna er ekki að furða að sumir hafi það á orði að Píratar stundi hryðjuverkastarfsemi, og aðrir anarkistar, fjölmenningardýrkendur.

 

Ef anarkismi væri ekki býsna öflugur í heiminum og vestrænum ríkjum á okkar tímum fengju anarkískir mótmælendur ekki að hafa mikil áhrif. Til að missa ekki stig sem lýðræðisríki eru mótmæli leyfð.

 

Birgir Þórarinsson er á allra vörum í dag, allir tala um hana og langflestir hneykslast á honum að svíkja Sigmund Davíð og Miðflokkinn. Ég veit ekki hvort hann er meiri skúrkur en gerist og gengur, en er þetta ekki dæmi um að almennu siðferði fari hnignandi og hentistefnuákvarðanir séu að verða allsráðandi? Erfitt er að taka það alvarlega að þriggja ára drykkjuraus félaganna á Klaustursbar sé þessu valdandi. Hann heldur sennilega að hann muni hafa meiri áhrif innan Sjálfstæðisflokksins en Miðflokksins, ætli það sé ekki málið, stærri flokkur, meira vægi og vald? Ekki drengileg framkoma við Sigmund Davíð.

 

Það gleymist oft að ofbeldið byrjar innra með fólki, í sálinni. Mikið púður fer í að berjast gegn líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, en það eru vindhögg, því þarna byrjar ekki hið raunverulega ofbeldi, heldur með félagslegu og andlegu ofbeldi.

 

Nú þykjast konur himin höndum hafa tekið í sæluvímu að þær eru loksins farnar að beita félagslegu ofbeldi í stórum stíl og eru ekki þolendur þess lengur. Á ég auðvitað við Metooismann. "Allar konur elska ofbeldi" söng ég um og samdi slíkt lag, það á enn við og jafnvel meira í nútímanum en þá. Það var spásögn, vísbendingarnar bentu til okkar framtíðar, vonandi ekki þeirrar framtíðar sem er ókomin nema til skamms tíma.

 

Að tala um púka og engla sem raunveruleika er nú talið frekar úrelt, en engu að síður verður maður vitni að því að á bakvið það sem við fordæmum eða elskum eru andleg öfl.


mbl.is Ungir krakkar sem beita alvarlegu ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! Eitthvað verða þau öfl að heita,en gaman væri að heyra þig (eða einhvern annan) syngja lag/lög eftir þig. Mb.Kv,

Helga Kristjánsdóttir, 12.10.2021 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 623
  • Frá upphafi: 133094

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 473
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband