Tónlistarkonan Sóley víkur frá vinstristefnurétttrúnaðinum. Húrra fyrir því.

Tónlistarkonan Sóley fékk viðtali á Vísi í dag í tilefni nýrrar plötu, Mother Melancholia, með henni. Þetta viðtal hreyfði við mér vegna þess að þarna er tónlistarkonan ekki að taka undir grátkórnum í Metoo alveg samhljóða, heldur er hún að kalla hlutina sínum réttu nöfnum "djöfulleiknum þegar konur berjast gegn feðraveldinu". Að vísu er það djöfulleikanum, leikur og leiki er ekki það sama. -Leiki er viðliður en leikur er það sem gert er sér til skemmtunar.

 

Það er að vísu góð pæling að velta því fyrir sér hvort púkar séu að leika sér að okkur sér til skemmtunar eða hvort þeim er fúlasta alvara og að þeir séu að refsa okkur fyrir syndir okkar með því að láta okkur þjást og lenda í hremmingum.

 

Hvað um það. Það sem er merkilegt við þetta allt er að viðtalið sýnir finnst mér miklu vitsmunalegri svör hjá tónlistarkonunni heldur en gapandi jákórinn sem auðvelt er að sjá í gegnum sem hræsni, þegar kemur að femínisma almennt og yfirleitt. Þar er á ferðinni sýndarmennska, en hún leyfir sér að hugsa frjálst og tjá hugsanir sínar, sem millibilsástand, ekki alveg dofin og dáleidd heldur aðeins að pæla og efast um hlutina.

 

Að hún skuli kalla Druslugönguna og Metoo djöfulleik er stórkostlegur sigur fyrir hugsun og skynsemi í landinu (og þó það sé óvanalegt orðalag (djöfulleikur en ekki djöfulleiki) má rökstyðja að kannski séu djöflar að leika sér en ekki að refsa fyrir syndir), en hvort sem hún gerir það til að hæðast að þeim sem efast um þessi fyrirbæri eða í fullri alvöru þá eru það tíðindi að jákórinn sé ekki alveg sammála, þegar um er að ræða ungar stúlkur og þetta málefni.

 

Hún segist vera "uppfull af samvizkubiti yfir fréttum af hamförum og endalausri feðraveldispólitík", en útskýrir það ekki nánar, og eins og venjulega eru spyrlar og fréttafólk lélegt við að inna eftir skýrari svörum.

 

"Feðraveldið lítur oft á konur sem óstöðugar, hysterískar og ófyrirsjáanlegar", segir hún. "Konur eru annaðhvort bjargvættir okkar eða eyðileggjendur. Líka jörðin", segir hún enn fremur.

 

"Það er svo auðvelt að misnota jörðina, eins og feðraveldið hefur beitt konur ofbeldi alltof lengi, biðja síðan um fyrirgefningu og lofa að gera það aldrei aftur", segir hún einnig.

 

Síðasta tilvitnunin í hana er ekki alveg eins skynsamleg og hinar, býsna barnaleg án rökhugsunar og er svona:

 

"Þegar feðraveldið hefur étið konurnar og mannfólkið hefur blóðmjólkað jörðina." (Um það hvernig hljómplatan endar hjá henni).

 

Það gleður mig að komin sé fram á sjónarsviðið íslenzk tónlistarkona sem hefur skynsamlegan málflutning fram að færa en ekki bara miðjumoð og þvætting eða samsöng með sjálfmiðuðum og sjálfsvorkennandi grátkórum af ýmsu tagi.

 

Það eina sem ég óttast í því sambandi er að hún fari sömu leið og fjölmargir sem byrja með efnilegum hætti, að hún samsami sig lygaþvættingi vinstristefnufjöldans til að komast í sem flestar spilltar klíkur, og að þetta sé aðeins gert til að fá athygli svona á þessum tímapunkti.

 

En efnislega vil ég aðeins kommentera á þetta hjá henni, því það er svo skynsamlegt að það er athyglivert.

 

Hún talar um konur sem bjargvætti eða eyðileggjendur. Já, en er það bara feðraveldið? Að rífa sig úr tengslum við allar hefðir er skrímslaháttur, og nornir fyrri alda gengu sennilega aldrei eins langt og nornir nútímans hafa gert, sem kalla sig femínista.

 

Konur eru sannkallaðir englar þegar þær nota sömu andlegu hæfileika og "feðraveldisfólkið", og fara ekki eftir duttlungum sem eru hvorki skynsamlegir né lífvænlegir, púkaveldið er þar í allri sinni myrkvun, en ekki dýrð.

 

Feðraveldið ætlaði aldrei að éta konurnar og mun aldrei gera það. Þetta er misskilningur hjá henni og öðrum sem svona tala.

 

Feðraveldið elskar konur en hatar þær ekki, en gerir til þeirra réttlátar kröfur, sem eru studdar af trúarhefðum frá því menningin kom upp fyrir 8000 árum síðan í Babýlóníu og Súmer, og kannski enn áður jafnvel, eins og sumir halda fram.

 

Svo þessi ásökun um að feðraveldið misnoti jörðina. Ég hef lengi kafað ofaní heiðna trú, Ásatrú ekki hvað sízt. Þar er virðing fyrir jörðinni grundvallaratriði. Það er ekki hægt að kenna öllum trúarbrögðum um virðingarleysi gagnvart náttúrunni, öðru nær.

 

Það er þessi setning í Biblíunni um að drottna yfir jörðinni sem hægt er að túlka á þennan hátt. Slíkar setningar eru ekki í Ásatrú, og heldur ekki í drúízku eða öðrum norrænum, fornum trúarbrögðum, svo vitað sé.

 

Þetta er auðvitað mikið mál til að fjalla um, en ég vissi alltaf að íslenzkar stúlkur ættu til meiri skynsemi en birzt hefur í útlitsdýrkunarmenningunni þar sem allir eru sammála púkum. Þetta er kannski jafnvel upphafið að auknum áhuga á vitsmunalegri tónlist, þar sem Bob Dylan var einn helzti spámaðurinn, eins og var í tízku á hippatímanum, frá 1967 til 1976, og svo á árunum 1990 til 1994, þegar sú tízka átti endurkomu, til dæmis með Jet Black Joe, þeirri ágætu hljómsveit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 747
  • Frá upphafi: 108268

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband