Læra má af Katrínu Jakobsdóttur, hún er vinsæl því hún vinnur með allskonar fólki og flokkum.

Merkilega sterk staða VG eftir þessar kosningar er eftirtektarverð miðað við allar þær hrakspár sem komu fram um hrun VG í þessum kosningum eftir samstarf við borgaraflokkana Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Það að stjórnarandstaðan skyldi bíða afhroð næstum í öllum tilfellum nema hjá Flokki fólksins er stórmerkilegt. Kjósendur voru ekki að velja vinstristjórn og útilokunarpólitík nokkurra flokka.

 

Vinstri græn er stærsti vinstriflokkurinn eftir þessar kosningar eins og komið hefur fram. Ég bjóst þó jafnvel við að fylgi þeirra gæti farið niður í 4-5 prósent eins og Samfylkingarinnar á sínum tíma, miðað við setu í ríkisstjórn með erkióvininum pólitískt séð, í sögulegu ljósi. Það gerðist ekki, kannski vegna þess að talið er að fylgi þeirra hafi endurnýjazt á kjörtímabilinu, og að þeir hafi þegið talsvert fylgi frá Miðflokknum sem var í ólgusjó líka.

 

Eru Vinstri grænir orðnir þessi stórfylking jafnaðarmanna og vinstrimanna sem Samfylkingin átti upphaflega að verða? Eða er þetta aðeins persónulegt fylgi Katrínar sem drífur flokkinn yfir 6-8% fylgi? Eða stuðningur við stjórnina?

 

Mér finnst það annars undarleg skýring á fylgistapi Miðflokksins að þar séu á ferðinni síðbúin Klausturbarsáhrif. Nei, þetta gerðist eftir að frægum Klausturbarsdónum var hent út af lista fyrir óþekkt andlit, og konum ekki sízt.

 

Segir það ekki hver markhópur Miðflokksins er og að þetta hafi verið stærsta feilsporið hjá flokknum, að gefa þannig sínum markhópi langt nef?

 

Það eru auðvitað margar hliðar á þessum úrslitum.

 

Útilokunarpólitík var hafnað í þessum kosningum og einnig öfgalíberalisma eða alþjóðahyggju Viðreisnar og Pírata. Erfitt eða útilokað er þó að varpa upp þeirri hlið að kjósendur hafi viljað kerfisbreytingar stórtækar eins og sumir í Pírötum og öðrum flokkum höfðu á oddinum. Virðist mér sem Þorgerður Katrín hafi verið helzt til ginnkeypt fyrir málflutningi Pírata sem hefur átt sér takmarkaðri hljómgrunn en virzt hefur af því þekkta lýðskrumsfólki sem fær að koma fram í sjónvarpsstöðvum og víðar.

 

Viðreisnarfólk vill kannski að lokum sameinast Sjálfstæðisflokknum aftur, því erfið er þessi ganga þeirra í heimi flokksbrota vinstrimanna.

 

Eitt það lærdómsríkasta við þessar kosningar er þó þetta, að fjölmiðlar alþjóðahyggjunnar og þeirra stjórnmálafræðingar draga ekki upp rétta mynd, lifa í sínum draumaheimi útópíska.

 

Sjálfstæð fréttamennska er krafan eftir þetta, og úrbætur á fjölmiðlaheiminum, að hlusta á fólk sem hefur verið með Fésbókarhópinn "Eftirlit með hlutleysi RÚV", til dæmis.

 

Vinstrihallinn á fjölmiðlum er jafnvel ekki þeim sjálfum til gagns. Að fá inn viðmælendur sem hafa fjölbreytilegri skoðanir er ÖLLUM til gagns, ekki að lokast inní vinstribúbblum eins og gerzt hefur eftir hrunið 2008, því miður. Því þarf að breyta.

 

Ég verð að viðurkenna að ég glaptist og trúði því að hrein vinstristjórn væri í kortunum. Hefði ekki átt að trúa vinstrifjölmiðlunum sem eru alltumlykjandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband