Charlie Watts, einn frægasti trommuleikari heims allur

Frá því Vernharður Linnet var með djazz og blúsþætti á fyrstu árum Rásar tvö hef ég verið algjörlega heillaður af blúsnum, en seinna fór ég að meta snilldina á bakvið jazzinn. Samt hef ég verið lengi að meðtaka Rolling Stones. Þeirra grunnur byggist jú á ryþmablús. En þrátt fyrir rosalega frægð þeirra þá byggjast lögin þeirra mikið á gítarleik Keith Richards og geislandi sviðsframkomu og söng Mick Jaggers. Þeir eiga ekkert Yesterday eins og Bítlarnir.

 

Mér finnst sérlega leiðinlegt að rokkið er ekki eins öflugt í dag og það var þegar Rolling Stones voru uppá sitt bezta. Það er allt annað að fara á brjálaða rokktónleika heldur en að fara á tónleika þar sem danstakturinn er númer eitt, tvö og þrjú.

 

Eitt mega þeir eiga í Rolling Stones, að þeir eru eitt rosalegasta rokktónleikaband allra tíma. Ég kann vel að meta smellina þeirra, en mér finnst þeir ekki jafn miklir lagahöfundar og Bítlarnir.

 

En hvort sem maður hélt meira upp á Bítlana eða Stones eru þetta risar í tónlistarsögunni, og því leitt að missa Charlie Watts.

 

Ein hljómsveit sem mér finnst að hefði átt að halda áfram og finna sér nýjan trommara var Led Zeppelin. Þungarokkið væri ekki til án þeirra.


mbl.is Jagger og Richards minnast Watts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

C, Watts lifði ekki eins skrautlegu líferni og hinir Stonsarnir en er fyrstur þeirra að deyja! (fyrir utan Brian Jones). 

Sigurður I B Guðmundsson, 25.8.2021 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 589
  • Frá upphafi: 136641

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband