22.8.2021 | 13:58
Ekki nóg að Stefan Löfven hætti, Svíþjóðardemókratar þurfa að fá völd eins og þeim er ætlað
Jafnaðarmannaflokkar eiga í vanda því forystufólkið hefur ekki lært af mistökum. Hugmyndafræðilegt hrun þessara flokka er augljóst í Svíþjóð, Þýzkalandi og hvar sem er. Stefan Löfven hefur mér virzt sú manngerð sem fer áfram á hnefanum í gegnum brimskaflinn og breytir ekki um taktík þótt ástæða sé til þess. Að hann skuli hætta fyrr en hann ætlaði - gefast upp sem sagt, það segir ýmislegt.
Þessir þrjózkuþursar í jafnaðarmannaflokkum vilja helzt segja að stefnan sé góð hjá þeim og ekkert að henni - bara skipta út fleira fólki. Samt grunar mig að Stefan Löfven sé farinn að skilja að trúin á sátt og samlyndi og óheftan innflutning flóttamanna sé bull og afglapavæðing kjána. (Þegar kjánar gera sig að enn meiri afglöpum).
En á meðan stóri fjöldinn heldur í sína flónsku er barið á minnihlutanum sem segir sannleikann, minnihlutanum sem verður meirihluti, því sá minnihluti fær ekki að ráða og hafa áhrif.
Hefði ekki verið skynsamlegra af þeim að leyfa Svíþjóðardemókrötum að stjórna og hafa áhrif, sem sagt lagfæra það sem gagnrýnt var í stað þess að afneita og skrímslavæða þá sem gagnrýndu?
Stefan Löfven hættir í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 111
- Sl. sólarhring: 168
- Sl. viku: 680
- Frá upphafi: 127116
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.