Um hamfarahlýnun og ráð gegn henni

Ég er sammála Ómari Ragnarssyni í færslunni um lifnaðarhætti jarðarbúa og hef lengi velt þessu fyrir mér og verið umhverfisverndarsinni. Af því að ég hef í mörg ár velt þessu fyrir mér vil ég telja hér nokkur atriði upp sem mér finnst augljós og þurfi að breytast, hvort sem maður er hægrimaður eða vinstrimaður.

 

1) Það er bezt að neyta matar sem ræktaður er innanlands og fluttur um sem skemmsta vegalengd. Það kostar minni útblástur og mengun, minna af meindýraeyði og mengandi áburði. Þess vegna er langsamlega jákvæðast og umhverfisvænast að vera með garð sjálfur, rækta sitt grænmeti, jafnvel að vera með skepnur þar sem því verður við komið. Það er ein af ástæðum þess að þétting byggðar er mér ekki að skapi en grisjun byggðar er mér meira að skapi.

 

2) Reykjavík er þess eðlis að hér ætti ekki að þurfa marga bíla. Fólk ætti að geta notað strætó, hjólað og gengið, auk þess sem það er hollara. Jafnvel rafbílar og tvinnbílar eru verri en slíkur ferðamáti.

 

3) Það er hægt að ganga miklu lengra í því að minnka notkun á umbúðum eða sleppa þeim alveg.

 

4) Hvað er það sem skiptir mestu máli í lífinu? Er það ekki persónuleg samskipti, vinir, afkvæmi, fjölskyldan, ástarlífið, dagleg störf sem krefjast ekki hátækni? Hvers vegna þarf alltaf nýjustu græjurnar og hjálpa þannig risafyrirtækjunum erlendis sem oft eru hættuleg umhverfinu?

 

5) Utanlandsferðir geta verið spennandi en þær utanlandsferðir sem gefa mest af sér er þegar maður getur verið lengi á einhverjum stað og kynnst þannig menningu og landinu betur. Tíðar flugverðir mega alveg vekja flugvizkubit, enda er útblástur flugvéla og skipa stór þáttur í heildarlosun á kolefni.

 

6) Það getur vissulega verið umhverfisvænna að halda "zoomfundi" eða slíkt í tölvum og sleppa pappírsnotkun á fundum á staðnum. Þetta hefur kófið kennt og er jákvæð reynsla úr kófinu.

 

7) 99% af öllum bókum á Íslandi og annarsstaðar eru óþarfar, eins og Jóhannes Ragnarsson hefur bent á, snobbbækur fyrir elítuna og vinstrimenn.

Ég vil minna á það að ein merkilegustu fræði allra tíma og ein merkilegustu trúarbrögð allra tíma voru ALDREI SKRIFUÐ NIÐUR NEMA AF UTANAÐKOMANDI AÐILUM. Þá á ég við drúízkuna, þessi stórkostlegu trúarbrögð sem voru margfalt merkilegri en margt sem síðar kom.

 

8) Matarsóun á Íslandi og annarsstaðar er enn stórt vandamál. Mammonskerfi er ekki til sóma og margt er hægt að gera betur í þessu.

 

9) Það að vinna gegn kemískum og eitrandi efnum er gríðarlega mikilvægt hugsjónamál, og þessir villuráfandi antifasauðir ættu að beina kröftum sínum að þessu, því erlendis er þetta mun stærra vandamál, í iðnaðinum þar en hér. Samt má enn gera betur í öllum íslenzkum iðnaði að þessu leyti.

 

10) Fólksfækkun ríkir meðal vesturlandabúa víða en að kynna getnaðarvarnir fyrir fátækari þjóðum er mikilvægt mál og vissulega að hjálpa þeim efnahagslega því það mun draga úr mannfjölda þeirra til lengri tíma litið. Til skemmri tíma litið hefur það samt haft geigvænleg áhrif á umhverfismálin og náttúruverndina.

 

11) Á heildina litið er sveitalífið umhverfisvænt, að lifa af landinu og að vera sáttur við sitt.


mbl.is Hamfarahlýnun stærsta ógn barna og ungmenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Allt er þetta gott og gilt. Hver og einn ber ábyrgð á sínu umhverfi þótt það "skipti engu máli" sé áheildina litið.

"Einnota" menningin er eitt af því sem tröllríður vestrænum þjóðfélögum. Tröllvaxin gámaskip koma drekkhlaðin af alls konar vörum sem framleiddar eru í austurlöndum af fólki með býr við þrælakjör. Ég hef það eftir nokkuð öruggum heimildum að fimmtán slík gámaskip losi jafnmikið af gróðurhúsalofti og allir fólksbílar í heiminum.

Hörður Þormar, 20.8.2021 kl. 15:57

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég þakka fyrir skynsamlegt innlegg, Hörður Þormar. Þetta hittir alveg í mark hjá þér og er rétt. Þessvegna er mikilvægara að ungt hugsjónafólk á Íslandi, sem nóg er til af, bindist samtökum um að reyna að hafa áhrif á svona verzlunarhætti, og hafi áhrif á umhverfissóða eins og Bolsonaro í Brazilíu, frekar en að skipta sér af því sem gert er í mannréttindamálum. Alltaf verður einhver mannleg þjáning til, en við eigum heimtingu á því að jörðin sem er skipið okkar mannkyns í lífinu sé ekki eyðilögð af öðrum þjóðum.

Ingólfur Sigurðsson, 20.8.2021 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 132076

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 403
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband