Þórólfur Ragnar Reykás...

Er misræmið í skilaboðum Þórólfs hans eigin klaufaskapur eða fær hann skipanir sem hann hlýðir? Hann mun seint viðurkenna að hafa skipt um skoðun vegna skipana utanfrá.

Í vikunni segir hann að með bóluefni náist ekki hjarðónæmi með góðu móti. Á Sprengisandi um morguninn segir hann að "kominn sé tími til að ná fram hjarðónæmi með því að láta kórónuveiruna ganga áfram á milli manna". Um kvöldið, allt er breytt. Í símaviðtali í kvöldfréttum RÚV segir hann að nú sé stefnan að bólusetja í þriðja sinn til að ná fram hjarðónæmi:"Takmarkið er að ná hjarðónæmi á einn eða annan hátt með bólusetningu og við höfum reynt það...ekki hægt að gera það öðruvísi en að bólusetja með þessum þriðja skammti..."

 

Fréttakonan spyr hann um misræmið og hann svarar meðal annars:

 

"Hvort sem ég hef sagt þetta ekki nógu skýrt eða tilvitnunin eitthvað skrýtin. Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði bara látin geisa hérna yfir allt, það hefur aldrei verið stefnan".

En forsendur eru ekki breyttar svo vitað sé. Fékk hann símtal frá yfirmanni um að skipta um skoðun?

 

Fyrir nokkrum dögum sagði hann þetta, 4. ágúst 2021:"Það þýðir bara að þetta svokallaða hjarðónæmi sem við erum búin að ræða um margoft, að því verður ekki náð með bólusetningu - með góðu móti".

 

Er það furða þótt sagt sé að menningin sé hrunin?

 

Ég vil minna á ágæta pistla um helgina frá Tómasi Ibsen Halldórssyni og fleirum. Maðurinn sem ber einna mesta ábyrgð á þessum málum, Þórólfur, lætur annað hvort stjórnast af öðrum, eða þá að hann er óskýr í tali, eða þá að hann skiptir um skoðun, en hvers vegna, fyrst smitum fer fækkandi frekar í dag en síðustu daga?

 

Er það ekki augljóst að heimurinn er flóknari en einföldustu skýringar gefa til kynna? Er ekki hægt að leggja trúnað á andavald og margt undarlegt sem geti átt sér stað?


mbl.is Hvað sagði Þórólfur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það mætti jafnvel halda að hann sé við það að gefast upp á "bóluefnunum" þar sem dugðu augljóslega ekki til að koma í veg fyrir nýja faraldursbylgju.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2021 kl. 00:31

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já hann er á báðum áttum. Ég býst við að það eigi við um marga núna. 

Annars væri þá kannski rétti tíminn til að ræsa Sóttvarnarráð?

Ingólfur Sigurðsson, 9.8.2021 kl. 01:00

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég held að það ráð hafi engin ráð í stöðunni frekar en aðrir.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2021 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 79
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 738
  • Frá upphafi: 127281

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 551
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband