31.7.2021 | 22:56
Mutants vs. humans á Íslandi?
Í kvöldfréttum RÚV voru orð sögð um mótmælendur gegn bólusetningum sem rétt er að íhuga svolítið betur og velta fyrir sér hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Sagt var um mótmælendur í dag:
"Það er alltaf einn og einn sem telur sig ekki þurfa þetta (bóluefnið) og hefur aðrar skoðanir. Við þurfum þá að taka viðkomandi úr umferð (mótmælendur) og passa uppá almannafrið" , haft eftir Jóhanni Karli aðstoðaryfirlögregluþjóni í kvöldfréttunum á RÚV.
Hvenær hafa slík orð verið sögð útaf minna tilefni? Ég er mjög ófús að trúa því, en getur verið að bóluefnin breyti fólki í raun andlega? Mótmælin fóru friðsamlega fram og það kom fram í fréttinni, samt talar hann um að "taka þau úr umferð?" Fyrir hvað? Mótmæli eru hið bezta mál ef allt fer friðsamlega fram. Að passa uppá almannafrið? Þetta fólk lét ekki ófriðsamlega, það mótmælti með venjulegum hætti.
Nei, ég vil ekki trúa því að þessu bóluefni breyti fólki. Ég vil trúa því að hér hafi maðurinn látið eitthvað útúr sér í ógáti sem hefði mátt orða sem svo: Allt fór friðsamlega fram, engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessum friðsamlegu mótmælum.
Þetta styður frekar þær kenningar að ekki fari allt lýðræðislega fram og að elíta sé þarna á bakvið með vafasaman tilgang.
Það kom ekki fram hvort reynt var að þagga niður í mótmælendum eða fjarlægja þá. Það er engu líkara en að fréttaflutningurinn þarna sé mótsagnakenndur.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 30
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 605
- Frá upphafi: 132936
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 440
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert samsæri. Þetta er fjöldasálsýki. En mikið vildi ég óska þess að þetta væri frekar samsæri.
Þorsteinn Siglaugsson, 31.7.2021 kl. 23:17
Mikið vildi ég að þú hafir rétt fyrir þér Þorsteinn, og vil ég 100 sinnum frekar óska að það komi á daginn en ákveðinn kvíði hjá mér um samsærissinnarnir hafi rétt fyrir sér.
Ég þakka þér fyrir innleggið, en sama hvernig á málin er litið, þetta er andstyggilegt mál og enn vil ég taka undir það sem þú skrifaðir eitt sinn, endurskoða þarf hverjir eru skúrkar sögunnar. Joe Biden hefur viðurkennt mjög miklar líkur á manngerðri veiru, og það eitt og sér gerir þetta að einhverskonar glæp gegn mannkyninu, ekki satt?
Ingólfur Sigurðsson, 31.7.2021 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.