Fyrirtæki af þessari stærð verða hættuleg, þau verða öflugri en ríkin sjálf, ríki í ríkinu.

Fésbókin getur verið eins og ljúfur vinur eða vinkona, en samt, vill maður verða háður öllu sem þar er á ferðinni, og lenda í svona peningamaskínu og athyglisþarfarmaskínu?

Það er kannski skiljanlegt að þetta dómsmál vannst ekki, og ég er sammála þeirri dómsniðurstöðu að erfitt er að sýna fram á þessa yfirburðarstöðu með óyggjandi hætti, en eru lögin einfaldlega of gamaldags og óburðug fyrir svona tröllslegt fjölmiðlafyrirtæki? Þarf nýja löggjöf til að tækla eitthvað risafyrirbæri sem ekki var hægt að ímynda sér áður fyrr á öldum?

Nú er hægt að bera mikla virðingu fyrir bandarískri löggjöf, stjórnarskránni sem hefur víða verið fyrirmynd. Samt tókst þetta ekki, að beygja þetta fyrirtæki undir skattalöggjöf sem skyldi. Virði fyrirtækisins hefur hækkað og stendur í 123 billjónum íslenzkra króna.

Ég held að þegar frjálshyggjan var fundin upp hafi menn ekki órað fyrir svona risafyrirtækjum, eða hversu fáir einstaklingar eiga hluti í fyrirtækjum víðsvegar um heiminn. Þetta er allt annað en frelsi alþýðunnar, þetta eru völd, sem hægt er að nota á ýmsan hátt.

Frjálshyggjan hættir að vera frjálshyggja þegar raunveruleikinn á bakvið hana er klækjavefur alþjóðahyggju þeirra sem toga í spotta og fá meiri völd en langflestir aðrir.


mbl.is Einokunarmál gegn Facebook fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 129
  • Sl. sólarhring: 151
  • Sl. viku: 737
  • Frá upphafi: 133208

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband