24.6.2021 | 18:55
Kannski mun ég kjósa til vinstri í haust.
Hćgristefnan er dauđ. Vinstri grćnir hafa sannađ sig sem góđur umhverfisverndarflokkur, hálendisţjóđgarđurinn er ţarfamál sem ég styđ, en ţví miđur notuđu Sjálfstćđismenn ţađ mál til ađ sýna sjálfstćđi sitt, kjark og dug, en ţađ hefđu ţeir átt ađ gera í fóstureyđingarmálinu fyrr á kjörtímabilinu. Vinstri grćnir voru svo snjallir ađ koma međ hrćđilegu málin fyrst, ţví ţeir vissu ađ ţađ var Bjarna metnađarmál ađ sitja út kjörtímabiliđ vitandi hvernig fyrri stjórnir enduđu, áđur en fjögur ár liđu.
Vinstri grćnir eru ađ vísu ekki nógu beittir í vinstriáherzlunum, ađ hjálpa fátćkum, ţađ er ađ segja, en ţađ eru miklar líkur á ađ nćsta stjórn verđi Samfylking, Vinstri grćnir og Viđreisn, sem sagt dćmigerđ vinstristjórn, og jafnvel lagt út í ađ klára Evrópusambandsađildina sem hefur legiđ í frosti í fáein ár, en er ekki gleymd og sízt grafin.
Ţađ eru fáein mál hjá öllum flokkum sem ég get ekki ţolađ. Ţó er ég hlynntur einhverjum áherzlum í öllum flokkum og hef ţví alltaf kosiđ sitt á hvađ.
Guđmundur umhverfisverndarráđherra kom á plastpokabanni sem er stórt skref í rétta átt. Óţćgilegu skrefin eru virđingarverđ. Hann hefur sýnt af sér meiri einurđ en flestir ađrir ráđherrar, óbilgirni segja sumir, en ţađ er ţađ sem dugar mjög oft.
Ég mun aldrei samţykkja áróđur gegn umhverfisvernd hjá Sjöllunum, eins og ég mun aldrei samţykkja alţjóđahyggjuna hjá krötunum.
Ég samdi lagiđ "Engar umbúđir", og ég er svo ánćgđur međ ţađ ađ sá bođskapur er loksins orđinn viđurkenndur, nćstum 40 árum eftir ađ ég samdi lagiđ, en ég samdi ţađ á fjórtánda ári í skóla eftir tilfinningaţrungnar rćđur um umhverfisvernd frá líffrćđikennaranum okkar í tímum, í líffrćđi í skólanum.
Mađur verđur ađ reyna ađ vera jákvćđur ţrátt fyrir allt útí ástandiđ, ef hćgt er. Ţá vil ég miklu frekar kjósa vinstriöfga en limlesta frjálshyggju.
Katrín Jakobsdóttir býđur af sér góđan ţokka, ţótt hún sé vafalaust kjáni sem lćtur spila međ sig ennţá ađ mörgu leyti. Hún er indćl manneskja eins og hún kemur fram í viđtölum, og ég held ađ hún sé vaxandi stjórnmálamađur, manneskja sem er farin ađ skilja af meiri dýpt alls konar öngstrćti stjórnmálanna og afleiđingar ţeirra.
Ef ţessir ţrír flokkar mynda alveg eins stjórn eftir nćstu kosningar mun ég sćtta mig bćrilega viđ ţađ. Sárt finnst mér ađ sjá Sjálfstćđisflokkinn láta af stefnumálum sínum í svona samstarfi. Hollara vćri honum ađ styrkja sig í stjórnarandstöđu.
Vinstristjórn međ Samfylkingu og Viđreisn get ég einnig sćtt mig viđ. Ég er ekki alveg andhverfur Evrópusambandsađild, en er samt ekki alveg viss um ađ hún sé rétta lausnin á vandamálum ţjóđarinnar.
Mér finnst í raun ekkert sárt ađ VG stendur sig ekki í verkalýđsbaráttunni. Árangurinn í umhverfismálunum finnst mér bćta ţađ upp.
Ég held ađ ef ég skrifađi bók um lagiđ mitt "Engar umbúđir" og hugmyndafrćđina á bak viđ ţađ myndi hún seljast, ţví ţetta er í tízku hjá ungu fólki, umhverfisverndin.
Ţannig ađ mađur verđur ađ reyna ađ hćtta ađ nöldra og líta á björtu hliđarnar. Svo tókst stjórninni vel upp í sóttvarnarmálunum, ţótt enn liggi ţessi stóra spurning í loftinu hvort nauđsynlegt hafi veriđ ađ bólusetja unga fólkiđ. Ţađ mun vonandi ekki koma á daginn ađ hafi veriđ eitthvađ skelfilegt mál.
Um bloggiđ
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu fćrslur
- Syndafalliđ í Biblíunni - Aldingarđurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástćđa fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakviđ öll stríđ, og er...
- Sjálfstćđismenn ţurfa ađ sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ćttu ađ skammast sín, en ekki hćgrimenn. Mengun e...
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 80
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 739
- Frá upphafi: 127282
Annađ
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 552
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.