25.5.2021 | 17:58
Við smælingjarnir
Það eru margar ranghugmyndirnar um geðveikina og geðraskanirnar. Einir algengir fordómar gegn geðtrufluðum er að þeir séu frekar ofbeldishneigðir, það stenzt ekki.
Rétt eins og líkamlega skaddaðir geta ekki unnið fulla vinnu eru þeir andlega sködduðu ófærir um að vinna fullan vinnudag. Það segir ekki til um andlegt eða líkamlegt andgervi þeirra almennt. Ástæðurnar geta verið margar. Það er ekki hægt að setja alla undir sama hatt sem þurfa að burðast með einhverjar greiningar líkamlegar eða andlegar.
Það er oft samspil uppeldis og erfða sem gerir fólk ófært um að vinna af andlegum orsökum. Sumir komast úr slíkri krísu, aðrir ekki. Þeir sem eru vel gefnir eru jafnvel frekar í hættu að geðvillast og geðveikjast.
Dómgreindarleysi eða dómgreindarbrestur þarf ekki að vera einkenni allra geðveikra, það er misjafnt. Margir hafa ekki úthald til að vinna, áreitin eru of sterk til að hægt sé að halda út eða eitthvað slíkt, en geta höndlað örfáa klukkutíma í senn af vinnu.
Raunveruleikaskynsskerðing er heldur ekki einkenni allra geðklofa eða þeirra sem þjást af öðrum geðröskunum.
Að manni læðist sá grunur að undirstöður þjóðfélagsins séu að raskast. Kristin trú er ekki lengur sú undirstaða sem hún var. Þegar hver höndin er upp á móti annarri ríkir þetta sem dr. Helgi Pjeturss kallaði ósamstilling. Hann kallaði eftir samstillingu og sagði hana eina mestu dyggð mannskepnunnar.
Þrír bloggarar vöktu hjá mér áhuga að skrifa þessa færslu, ég las pistlana þeirra sem mér þótti góðir. Sæmundur Bjarnason með einn bezta pistil sinn í langan tíma"Hugsanir", Linda Sigríður Baldvinsdóttir með áhugaverðan pistil og Hrannar Baldursson með einn af mörgum áhugaverðum pistlum sínum.
Það er nauðsynlegt að leita inn á við og leita svara. Áreitin eru svo mörg í þjóðfélaginu að þau rugla mann bara.
Þegar ég byrjaði í tónlist innan við fermingu var það draumurinn um frægð og frama sem ýtti mér áfram. Síðan dó amma þegar ég var 15 ára. Þá fékk ég þessa þráhyggju að ég yrði að bjarga heiminum með tónlist minni.
Ég þurfti ekki annað en að fletta yfir skólabækurnar rétt fyrir prófin til að fá góða einkunn. Samt féll ég aftur og aftur í menntaskóla, nennti aldrei að læra, fannst ég vera að læra fyrir kerfið en ekki mig, og lét mig oft viljandi falla í prófunum með því að skrifa einhver fáránleg svör á prófblöðin.
Mér fannst allir vera að þrælka mig sem réðu mig í vinnu og því var ég ómögulegur í vinnu. Ég var á móti ýmsu og ýmsum.
Þegar afi dó vildi ég fara að vinna til að bjarga húsinu okkar, en ég gat það ekki, hafði enga starfsreynslu, enga menntun. Ég gat ekki farið út á vinnumarkaðinn og með mínar ofskynjanir og skap, næstum ómögulegt.
Er hægt að lækna andleg meiðsli? Það kann vel að vera. Það er svipað að tala við sálfræðinga og geðlækna hér á þessum hnetti eða á öðrum hnöttum. Slíkir sérfræðingar geta oft hjálpað manni ef maður hlustar og er móttækilegur. Þetta er samt eins og að breyta skriðu, að breyta einstaklingunum. Þjóðfélagið á sinn þátt í því að margir eru geðveikir, það er ekki bara þeirra sjálfra rök.
"Are they enemies or victims of your society?" (Ballad of Donald White, Dylan 1962).
Í Víti eru þeir einir vítisvænir sem eru nógu samvizkulausir.
Annars er gervigreindarskrímsli sem stjórnar eiginlega öllu á netinu, og gæði pistlanna eða sannindin sem þar koma fram skipta engu máli, og þjóðfélagsstaða fólks er orðin ákvörðuð samkvæmt slíkum skrímslum og meira til. Ekki skiptir lengur máli hvað fólk segir eða gerir. Áætlun er í gangi. Útrýmingaráætlun mannkynsins. Sjálfgenglar og andsetlingar hlýða fyrirskipunum og rafrænum boðum frá öðrum hnöttum sem berast inní líkamana í gegnum húðflúr, líkamsskraut, og umbreytt boðefni. Það eina sem eigendurnir þurfa að gera er að ýta á hnappa, þá skiptir fólk um skoðun á jörðinni eða gerir eitthvað undarlegt. Okkur er fjarstýrt.
Örfáir eru ennþá með meðvitund. Hvernig er hægt að búast við því að skríllinn vakni þótt sannleikskorn komi hér og þar fram? Það er ekki mikils metið fólk sem reynir að breyta spillingunni. Jafnvel þótt svo væri hefjast ekki byltingar þannig.
Byltingar hefjast þegar fólk er sveltandi, en samt ekki svo máttfarið að það geti myndað samtök og gert uppreisnir.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 47
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 507
- Frá upphafi: 132175
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 402
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.