24.5.2021 | 14:54
Ætlar Svandís heilbrigðisráðherra að gera úrbætur?
Þessi neikvæða reynsla Köru Kristel af heilbrigðiskerfinu finnst mér lýsa miklu vandamáli sem þarf að takast á við. Ekki veit ég hvort ástæðan er sú að hún er kona að hún lenti í þessu eða hvort það er undirmönnun heilbrigðiskerfisins og skortur á starfsfólki, en þetta ætti heilbrigðisráðherra ekki að telja sér samboðið og krefjast úrbóta, eða öllu heldur ganga sjálf í að gera úrbætur því hún Svandís heilbrigðisráðherra hefur vald til þess og enginn annar eins og stendur.
Sögur af þessu tagi eru allt annars eðlis en þegar það er orð gegn orði og um er að ræða tilfinningaleg mál sem fólk sér ekki með sömu augum og frásagnir eru misvísandi.
Auk þess nær þessi reynsla til fólks af báðum kynjum og á öllum aldri. Hennar frásögn er samt sérlega sláandi og maður trúir því varla að ung kona sem er áberandi í fjölmiðlum skuli vera ein af þeim sem lendir í lítt hæfu starfsfólki, skipulagsklúðri og öðru slíku.
Margir hafa kallað eftir að Svandís segi af sér sem heilbrigðisráðherra. Það er heldur seint núna þegar kjörtímabilinu er að ljúka, en á hitt má benda að samtrygging kvenna er mikil innan stjórnmálanna. Fái kona eins og Svandís á sig gagnrýni er það þaggað niður. Ef um er að ræða feðraveldisráðherra er hann hýddur og látinn víkja, helzt með aðstoð RÚV og fleiri fjölmiðla, og almennings sem æpir í hverju horni. Það er ólíðandi. Spillingin er öðruvísi núna en hún var áður.
Sorglegast að sagan sé sönn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 26
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 486
- Frá upphafi: 132154
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 383
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.