21.5.2021 | 20:23
Er syndin einkamál einstaklinganna?
Er syndin einkamál einstaklinganna? Satan notar ýmsar aðferðir til að stjórna fólki. Húðflúr eru móttökutæki fyrir hatursgeisla og það hatur er farið að brjótast út í samfélaginu sem hatur á milli kynjanna og öðruvísi einnig, samfélagið er að liðast í sundur. Femínisminn er egócentrísk, húmanísk niðurrifsstefna sem konur hvorki kjósa né vilja en eru neyddar til að taka á sig. Frjáls vilji er varla til á okkar jörð, langfæstir stjórna sér sjálfir. Setningin "að stjórna líkama sínum" er innihaldslaus frasi, því hver veit hvaðan viljinn kemur? Að utan, frá öðrum, á meðan fólk hefur ekki sjálf, eigin vilja, þekkingu á sálinni og sjálfu sér.
Dýrmæt er hjálpin, en hún er sjaldan þegin. Fólk sem vill hjálpa í þessum efnum, sannarlegir englar meðal okkar manna hér á jörð, ættu vera milljónamæringar, en þessir englar verða oftast að vinna kauplaust og fá ekki hæfileika sína metna að verðleikum fyrir fimmaura, því miður. Það er eitt af því sem gerir jörðina að víti.
Hins vegar er fólkið sem er þrútið af púkum í sál sinni hátt launað, vinsælt og mikils metið, því heimskur fjöldinn vill ekkert frekar en að falla sem dýpst í gryfjuna miklu. Eða, kannski er búið að vegvilla fjöldann svona að framferðið er með þessum hætti.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 41
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 640
- Frá upphafi: 151948
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 507
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.