Leiðrétting á beygingarvillu

Síðasta orðið í nafni pistilsins hér á undan átti að vera "börnum", ekki "börn". Það væri hægt að leiðrétta aðra allan sólarhringinn, en bezt er að reyna að vera fyrirmynd í íslenzku máli.

Þessi villa sem ég gerði tel ég bera vott um ensk áhrif sem birtast sem tilhneiging til að hætta að beygja orð. Ég hef nefnilega ætlað að skrifa um þetta pistil áður því þetta er útbreitt vandamál í íslenzkunni og vaxandi.

Þetta byrjar til dæmis með því þegar fólk hættir að beygja erlend nöfn, sem áður var gert ótakmarkað. Ég held að málsmetandi menn ættu að taka þetta upp og fjalla um þetta áður en þetta verður jafn hvimleitt vandamál og þágufallssýkin var hér áður fyrr, til dæmis.

Mér finnst þýðingar á bíómyndum og framhaldsþáttum fara versnandi, þegar Derrick var sýndur og Dallas fyrir 40 árum var mjög vönduð þýðing á ferðinni, held ég.

Þetta er með bjálkann og flísina, ef maður ekki gagnrýnir sjálfan sig ætti maður síður að gagnrýna aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 48
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 551
  • Frá upphafi: 132123

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 443
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband