Þú verður að þjóna einhverjum eftir Bob Dylan, túlkun á fimmta erindinu.

Þá er komið að því að túlka fimmta erindi kristilega ljóðsins "Þú verður að þjóna einhverjum" eftir Bob Dylan frá 1979. Eins og fyrr er lítið um ljóðrænar líkingar, varla neitt. Að minnsta kosti er ég að vekja athygli á boðskap ljóðsins með þessari umfjöllun.

 

Svona er þýðing erindisins yfir á óbundna íslenzku:

 

"Þú mátt vera predikari með þitt andlega stolt. Þú mátt vera borgarstarfsmaður sem þiggur mútufé í laumi. Þú mátt vinna á rakarastofu, þú mátt hafa kunnáttu í því að klippa hár. Þú mátt vera hjákona einhvers, mátt vera erfingi einhvers, en þú verður að þjóna einhverjum. Já, þú verður að þjóna einhverjum. Jæja, það má vera Djöfullinn og það má vera Drottinn, en þú verður að þjóna einhverjum".

 

Í fyrstu beinir hann athygli sinni að þeirri stétt manna sem einna bezt þykjast vera kristnir, predikarar. Hann bendir á að einnig þeir geta verið undir stjórn Djöfulsins hvað sem þeir (eða þær) halda fram eða aðrir um þeirra störf. Þetta er nokkuð snjallt hjá honum og óvenjulegt þegar um sálma er að ræða, að beina spjótum sínum að söfnuðinum sjálfum.

 

Næst beinir hann athygli sinni að opinberum starfsmönnum, sem sumir telja yfir gagnrýni hafna, þar sem slíkt kerfi er verndað af samheldni og reglugerðum, formfestu og yfirvaldi margskonar. Einnig hér bendir hann á að spilling getur þrifizt og viðkomandi geta verið eign Djöfulsins og handbendi hans, erindrekar hans.

 

Síðan bendir hann á rakara, sem dæmi um þjónustustétt. Þar getur einnig verið spilling, ambáttir og þrælar Djöfulsins að verki.

 

Hann bendir á orðið kunnátta, menntun er ekki allt, eins og lesa má út úr þessum orðum. Í skjóli hennar getur djöfuldómurinn verið til einnig, opinber eða óopinber menntun, leynihyggja eða opinber hyggja, skiptir ekki máli, allt er þetta tvíhyggjunni ofurselt.

 

Hjákonur nefnir hann næst sem dæmi um konur almennt. Einnig mætti túlka orðið "mistress" sem frú, kennslukona, unnusta. Ég túlka þetta sem hjákonu, því Dylan vill gjarnan sýna öfga mannlífsins, þá sem bregða um sig helgislepjunni og þá sem hunza slíkar tilraunir og fara eftir fýsnum sínum jafnt.

 

Loks talar hann um erfingja. Það er hlutskipti sem fólk ræður ekki við, sem fellur því í skaut. Hér er hann því almennt að tala um þetta sem fólk ræður ekki við, að það geti ekki notað aðstæður til að afsaka sig eða eðli sitt, eða hvort það er undir stjórn Djöfulsins eða Guðs, að hans mati.

 

Síðan kemur viðlagið með hefðbundnum hætti sem ég hef fjallað um áður, meginboðskapurinn endurtekinn sem gengur í gegnum allt verkið.

 

Þegar maður fer svona yfir þetta orð fyrir orð þá sér maður snilld Dylans þrátt fyrir allt. Hún felst í upptalningu sem er óvanaleg, farið yfir öfga mannlífsins, fólk sem þykist yfir aðra hafið, í virðulegum þjóðfélagsstöðum og svo fólk sem er talið úrhrak, syndsamlegt og útskúfað.

 

Hæfileikar Dylans felast í þessu meðal annars. Þótt þetta sé með hans lélegustu ljóðum má sjá glytta í eitthvað óvanalegt þarna sem getur kennt manni eitthvað. Hann reynir að taka sér ekki stöðu með neinum, hann reynir að dæma alla jafnt, taka dæmi úr öllum stéttum og þjóðfélagsstigum sem er gott og merkilegt, enda er hann mikið skáld. Hann lyfti popptónlistinni á hærri stall og gerði þá kröfu til tónlistarmanna að þeir væru vel máli farnir og kynnu að yrkja sómasamlega. Megas er dæmi um slíkan mann á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 25
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 528
  • Frá upphafi: 132100

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 422
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband