Píratar heilla mig og þeirra rösklega framganga

Afi minn, sjálfstæðismaðurinn mikli féll frá 2015, búið að rífa húsið hans og verkstæðið. Ekki hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi neinn áhuga á að heiðra minningu svona frumbyggja. Margir aðrir flokkar vekja áhuga minn.

Mér finnst stefna Sjálfstæðisflokksins vera dauð. Flokkur sem búinn er að hafna eigin hugsjónum og lifir á lýðskrumi er flokkur sem kjósendur ættu ekki að hafa áhuga á. Það sama má segja um VG. Í staðinn fyrir VG er hægt að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Alþýðufylkinguna.  Í staðinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn er hægt að kjósa Frjálslynda lýðræðisflokkinn hans Guðmundar Franklíns, Frelsisflokkinn, Flokk fólksins, Miðflokkinn eða Íslenzku þjóðfylkinguna.

Vilja kjósendur innihaldið eða umbúðirnar? Sjálfstæðisflokkurinn og VG bjóða umbúðirnar en aðrir flokkar innihaldið.

Annars ætla ég í þessum pistli að hrósa Helga Hrafni Pírata og hans flokki. Hann hafði dug í sér til að láta afnema guðlastslögin árið 2015, mikið framfaraskref, enda ekkert nema hræsni að hafa slík lög á meðan fólk guðlastar daglega í orðum, hugsunum og verkum og sífellt meira.

Píratar vilja einnig afnema bannið við sölu og dreifingu klámefnis og eykur það enn álit mitt á þeim flokk og þeirra þingmönnum. Vil ég vitna í orð Klöru Sifjar Magnúsdóttir frá Akureyri sem orðar þetta svona:

"Þetta er allt svo ótrúlega úrelt", og ábyggilega margir sammála henni.

Hvað segja ungir Sjálfstæðismenn um þetta, til dæmis Áslaug Arna? Ætla þau að fara eftir gömlu öfgafemínistunum sem eru að verða múmíur og áttu sitt blómaskeið fyrir nokkrum áratugum en hafa enn gríðarleg áhrif í þjóðfélaginu, eða þeim sem vilja aukið frelsi, á öllum aldri?


mbl.is Kallar eftir afglæpavæðingu kláms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Helgi Hrafn á heima á Alþingi en ég hélt að hann væri að hætta?

Hvar finn ég annars STEFNU Pírata um mikilvæg mál svo sem flóttafólk, neysluskammta, ESB og Ísrael

tek fram að ég hef ekki aðgang að Pírataspjallinu

Grímur Kjartansson, 15.5.2021 kl. 17:47

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta eru mikilvægar spurningar Grímur. Ég get bent á heimasíðu Pírata, en hef ekki aðgang heldur að Pírataspjallinu enda ekki orðinn opinberlega í þeirra flokki, er að viðra skoðanir um sumt sem ég er sáttur við í þeirra stefnu. 

Eftir því sem ég kemst næst er stefna þeirra svona í því sem þú nefir: Þeir vilja taka á móti sem flestum flóttamönnum innan einhvers ramma sem þeir skilgreina, er misjafn eftir hvern þú talar við, almennt jákvæðir útí flóttamenn. Mjög opnir fyrir lögleiðingu fíkniefna og að fólk sé ekki dæmt fyrir að vera með neyzluskammta á sér. Þeir eru eitthvað tvístígandi varðandi ESB, vilja skoða það betur held ég, ekki harðlega á móti því en vilja almennt alþjóðasamvinnu samt. Gætu samþykkt ESB umsókn undir þrýstingi, held ég. Hvað varðar Ísrael/Palestínu og þá deilu held ég að þeir séu nær vinstriásnum í pólitíkinni að hafa frekar samúð með Palestínu en Ísrael. Held að það sé eitthvað misjafnt eftir persónum. Þeir byrjuðu þó sem hálfgildings hægriflokkur sem stóð fyrir að losa um reglugerðir varðandi netið. Setja stundum fram þannig stefnumál og ná þá merkilega góðum árangri í samstöðu við vinstriflokka jafnvel.

Bestu kveðjur og takk fyrir innlitið,

Ingólfur.

Ingólfur Sigurðsson, 15.5.2021 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 572
  • Frá upphafi: 105968

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 461
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband