13.5.2021 | 21:07
Vinstriöfgastefna æsifréttablaðanna í dvínandi gengi
Með því að skoða íslenzka fjölmiðla og athugasemdakerfin er hægt að gera mannfræðirannsókn á þeim hluta íslenzku þjóðarinnar sem eru fréttafólk í dag og svo virkir í athugasemdum hinsvegar.
Niðurstaðan er sláandi. Við höfum einn stóran hægrifjölmiðil Morgunblaðið, og svo einhverja sjálfstæða sem kannski má flokka sem hægrimiðla, Útvarp Saga, Viljinn (kannski...) en annars eru þetta allt vinstrifjölmiðlar.
Frétt eins og "Ítölum fækkaði á síðasta ári - Minnkandi kynhvöt" fær ekki athugasemdir, stórmerkileg grein sem lýsir hnignandi og deyjandi ástandi mannkynsins í hnotskurn.
Frétt eins og "Þrjár sprengingar í Malmö í nótt" fær annaðhvort engar athugasemdir eða þá að reynt er að snúa útúr fréttinni og tengja blaðamanninn við öfgasjónarmið, þótt hann sé bara að vinna vinnuna sína og búa til smellivæna frétt. Í seinni tíð eru þó orðið meira um að svona fréttir fái athugasemdir frá mörgum sjónarhornum, þetta fer skánandi.
"Trump kominn með samskiptaleið við umheiminn", athugasemdir á þá leið að ekki sé gott að hlusta á trúðinn, en nokkrir lýsa yfir stuðningi við kappann.
"Sænsku hægriflokkarnir þrýsta á ríkisstjórnina vegna innflytjendamála" - merkilega hlutlaus umfjöllun og miklu fleiri á því að nauðsynlegt sé fyrir Svía og aðra að fara dönsku leiðina. Fyrir 5 til 10 árum hefðu "No Borders" athugasemdir einungis verið áberandi, því miður. Frétt og athugasemdir sem sýnir breyttan og bættan tíðaranda hjá almenningi, blaðamönnum og athugasemdavirkum.
"Ungur maður skotinn til bana í Svíþjóð í nótt" - engar athugasemdir, eins og þetta komi ekki Íslendingum við. Meðvirknin með jafnaðarmönnum Svíþjóðar sem þar stjórna allsráðandi, og fólk hrætt við rasískar athugasemdir svo það þegir og lætur kyrrt liggja. Vissulega kemur ekki fram í fréttinni hvort múslimar séu grunaðir, en dettur ekki flestum það sama í hug, fyrst vitað er að þetta skelfilega ofbeldisástand í Svíþjóð byrjaði fyrst eftir mikinn innflutning flóttamanna og fólks frá ólíkum menningarheimum? Sjálf þögnin undir fréttinni og skorturinn á athugasemdum bendir til þess að allir hugsi það sama, fólk vill ekki taka afstöðu í viðkvæmum og umdeildum málaflokk, en áhuginn er mikill samt. Það er ekki gott að þegja erfið og skelfileg mál í hel, þannig versnar bara ástandið.
Síðan er hér stórmerkileg frétt sem sýnir að konur geta einnig beitt hrottalegu og grófu ofbeldi, ef rétt reynist:
"Grunuð um að hafa myrt átta ungbörn og reynt að myrða tíu til viðbótar" - engar athugasemdir, en fréttin er mjög mikið lesin. Sú sem er grunuð er falleg, ung stúlka frá Bretlandi, Lucy Letby, 31 árs, brosandi hjúkrunarfræðingur. Greinilegt að femínistar þora ekki að viðurkenna galla í málflutningi þeirra, eða vekja athygli á fréttum sem veikja þeirra málstað. Vinstrisinnaðir lesendur DV eru meðvirkir og lesa fréttina af áhuga en koma ekki með neinar athugasemdir, því ósammála athugasemdagjafar gætu rýrt málstað þeirra og virkað meira sannfærandi.
"Dæmd í fangelsi fyrir að myrða vinkonu sína sem vildi ekki stunda kynlíf með henni" - röng nöfn undir myndunum, svarta stúlkan sem drap þá hvítu er nefnd nafni fórnarlambsins og öfugt. Allar athugasemdirnar snúast um þetta, en undarlegt að prófarkalesarar leiðrétti ekki svona mistök.
Annað sem ég hef tekið eftir í mörg ár er þetta: Fjölmargir ungir Íslendingar standa með Black Lives Matter, No Borders, osfv, en láta sér standa á sama um norrænt fólk sem er drepið í Svíþjóð. Það er mjög miður og stórlega undarlegt.
Sá sem hefur lesið æsifréttablöðin í áratugi eða rennt yfir fyrirsagnirnar hjá þeim og athugasemdirnar á hundavaði gerir sér grein fyrir því að tími hinnar óheftu innflytjendastefnu er liðinn í flestra hugum, ekki bara í Svíþjóð. Athugasemdirnar undir slíkum fréttum hjá DV sýna að fólk er gætnara í málflutningi á báða bóga, ekki sízt No Borders liðar, og andrasisminn hefur mætt aukinni mótspyrnu. Á sama tíma höfum við misst mæta menn eins og Jón Val Jensson, sem var hlutlaus og rökvís, og var með þeim beztu að rökræða við Pírata, Vinstri græna og fleiri um þessi mál.
Enn má lesa mikinn dónaskap í athugasemdum og margt sem jaðrar við meiðyrði eða eru hrein og klár meiðyrði, eða eitthvað annað sem er ekki til sóma, en stjórnmálin í Svíþjóð eru að breytast og líka á Íslandi.
Jafnvel öfgafyllsta fjölmenningarfólkið þarf stundum að gíra sig niður. Það virðist núorðið kjósa að þegja undir svona DV fréttum frekar en að mæta mótspyrnu þeirra sem eru þeim ósammála. Óhjákvæmileg þróun, myndu margir segja, miðað við veruleikann, vandamál í öllum löndum meðal annars útaf þessu.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 15
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 518
- Frá upphafi: 132090
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 412
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki eru þetta alls kostar rétt útkoma á mannfræði rannsóknum. Ég get sagt þer að ég þekkti Jón Val Jensson afar vel.Fór marga ferðina með honum til að afla stuðnings í hinum ýmsu málum sem brunnu heitt á honum.Satt er það að hann var rökvís og fylginn sér og eitil harður í málum sem snertu gróflega við réttlætiskennd hans.-En margt annað get ég tekið undir um leið og ég minni á að skrifi ég hér bannorð er óðara mættur áminninga putti,það truflar jú nokkuð að einhver fylgist með skrifum manns áður en þau eru send, Mb.Kv,
Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2021 kl. 23:03
Þú ert heppin að hafa kynnst honum persónulega. Ég bar virðingu fyrir honum af skrifum hans sem voru góð og þroskuð, yfirveguð og full af þekkingu. Það er eðlilegt að þú sért sammála sumu ekki öllu í þessari grein. Ég lét vaða á súðum eins og sagt er og þetta er mikið flæði þar sem eru allskonar ólíkir punktar um allskonar málefni, enda tekin dæmi úr ólíkum fréttum.
Mér finnst að maður eigi að segja skoðun sína, líka á umdeildum málefnum. Aðalmálið er að vera ekki of neikvæður í garð einstaklinga finnst mér, nema málefnaleg rök geri það nauðsynlegt. Það skal þó reynt að gera af hófsemd telji maður sig þurfa þess með. Þar koma orð Krists uppí hugann: "Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra".
Lagasetningar eru óþarfar þar sem fólk er siðmenntað. Afi og amma voru þannig, duglega að kenna manni góða siði.
Takk fyrir athugasemdina,
beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 15.5.2021 kl. 19:22
Því skyldi maður ekki njóta frelsis og láta vaða á súðum fátt er hollara ég sver,ða.
Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2021 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.