Smáflokkarnir Frelsisflokkurinn, Íslenzka þjóðfylkingin og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn bjóða verkalýðsfólki aðra en raunhæfa nálgun á baráttu alþýðufólks

Ég tek undir með þeim sem segja Alþýðufylkinguna þann flokk sem er arftaki hefðbundinna vinstriflokka sögunnar. Sósíalistaflokkurinn og stóru vinstriflokkarnir eru femínískir fjölmenningarflokkar með aðrar áherzlur.

Skafti Þ. Halldórsson Íslenzkukennari í Digranesskóla kenndi mér margt um gildi verkalýðsbaráttunnar.

Við vitum að allir flokkar spillast sem komast til valda. Það segir sagan. Lærdómurinn sem fólk getur dregið af samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins er að andstæðu pólarnir hægri og vinstri spillast af samstarfi, hrossakaupum fjölgar, kapítalisminn smýgur inní VG og alþjóðahyggjan smýgur inní Sjálfstæðisflokkinn.

Það er sem sagt gott að líta útfyrir hefðbundna vinstri/hægri póla, sem þó halda áfram að vera gildir. Píratar eru ágæt tilraun til að brjóta upp þá hefð, sem hefur eiginlega mistekizt, því Sunna dró flokkinn langt til vinstri á meðan aðrir skipstjórar þar í brúnni draga flokkinn eitthvert annað. Fólk veit ekki hvar það hefur þann flokk.

Hressilegur og ferskur andblær kæmi inní íslenzk stjórnmál ef Frelsisflokkurinn, Íslenzka þjóðfylkingin og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kæmust inná þing. Allir þessir flokkar hafa áherzlur sem gætu gagnazt verkalýðsfólki. Sumir benda á það hvernig fjölmenningin er orðin að sjálfstæðu skrímsli sem er varasöm bæði fyrir norræna Íslendinga og hina sem koma frá öðrum svæðum, því kapítalisminn svífur yfir og undir í alþjóðamenningunni og alþjóðahyggjunni.

Ég spái því að ef við kjósum ekki þessa þrjá flokka inná þing muni ástandið bara versna, stöðnunin verður meiri, og sífellt meira verður kroppað af því sem lægst launuðu stéttirnar hafa.

Ég treysti að vísu Sósíalistaflokknum og Alþýðufylkingunni til að vilja bæta hag alþýðunnar, en voru þær aðferðir ekki fullreyndar í Sovétríkjunum sálugu?

Um leið og svona hægristefnusmáflokkar kæmust til valda yrðu stóru flokkarnir að bæta sig. Litlu hægriflokkarnir, örflokkarnir sem stundum eru nefndir hægriöfgaflokkar eða lýðskrumsflokkar - sem einnig á við um vinstriflokka - geta breytt stjórnmálaelítunni.

Örflokkarnir til hægri eru öðruvísi, hafa aldrei stjórnað Íslandi og það er orðið tímabært.

Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn jafnaðarflokkur. Þetta er allt sama tóbakið fyrir utan þessa litlu hægriflokka, örflokka, sem ekki mælast með stjórnartækt fylgi, því miður, og það er ógæfa íslenzku þjóðarinnar og heimska í senn.

Gefum þeim séns. Ég held að fólkið í þeim sé síður með áhuga á að hleypa hættulegum kapítalisma á landsmenn eins og einhverjum forndreka úr sögunum en fólkið í stóru flokkunum sem mælast með fylgi.

Það er nóg komið af hrossakaupum og spillingu. Framtíðin er öðruvísi pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 111
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 661
  • Frá upphafi: 108392

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 517
  • Gestir í dag: 99
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband