Ástralska og asíska leiðin, að harðlæsa landamærum, brazilíska leiðin, að láta alla deyja.

Silfur Egils var fremur gott að þessu sinni og Egill Helgason í essinu sínu og fékk til sín ágæta viðmælendur. Ástralski prófessorinn Páll Þórðarson vakti sérstaka athygli mína enda var hann ekkert að skafa af því, og minnti á Ómar Geirsson hér á blogginu á köflum

 

Þar var dæmið sett upp með einföldum hætti, gríðarlega mörgum mannslífum hefur verið bjargað í Asíu og Ástralíu með hörðum reglum, lokuðum landamærum og miklu eftirliti, andstæðan er Svíþjóð og Brazilía, þar sem gríðarlegur fjöldi hefur látizt út af pestinni.

 

Ísland er svona mitt á milli, ágætt þríeyki og Þórólfur hæfur sem slíkur, en tvístígandi yfirvöld og ruglingslegar reglur, dregið í og úr til skiptis og misjafnar áherzlur eftir ráðherrum og ráðfrúm.

 

Það var raunar annað sem kom fram í þessu viðtali við hinn íslenzka prófessor sem starfar í Ástralíu sem hafði fengið litla athygli og umfjöllun hér innanlands þar til núna nýlega. Nú er það orðið heitt umræðuefni og deiluefni, en það eru nýju sóttvarnarlögin sem virðast taka réttindi af Þórólfi til að skylda fólk í sóttkví. Ekki eru allir á eitt sáttir um það hvort Vinstri grænir og Svandís beri ábyrgð á klúðrinu og mistökunum eða lögfræðingateymið þar í kringum sem sumt er tengt Sjálfstæðisflokknum eða hluti af honum.

 

Ómar Geirsson vakti athygli á þessu í færslu hjá sér í vetur, en hann fékk andmæli og lítinn stuðning, ég skrifaði athugasemd við hans færslu og var sammála um að eitthvað væri undarlegt við þessar nýju reglur, og hversu flókið lögfræðingamál var á plagginu og því erfitt að túlka það og skilja fyrir venjulegt fólk. Prófessorinn í Ástralíu kallar slíkt klúður og lélega stjórnsýslu, nokkuð sem ekki myndi líðast í Ástralíu, því fjölmenna landi. Nú eru sumir farnir að kalla á afsögn Svandísar fóstureyðingardrottningar, og ekki seinna vænna raunar.

 

Ég held að það sé smám saman að renna upp fyrir fleirum og fleirum að það leysir engin vandamál að fá femínista í ríkisstjórn, heldur þvert á móti, þar er ekki endilega meiri stjórnvizka en hjá karlrembusvínum og feðraveldungunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Allt annað "Silfur" þegar Egill Helgason sér um þáttinn. 

Sigurður I B Guðmundsson, 12.4.2021 kl. 13:09

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Páll Þórðarson dælir út lygaáróðri í trausti þess að áhorfendur trúi öllu eins og nýju neti sem upp úr honum veltur. Passar vel í þátt Egils Helgasonar. Þar hæfir skel kjafti.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.4.2021 kl. 23:55

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Í flóknum heimi oft kærkomið að fá einfaldar skýringar og framsetningu.

 

Silfur Egils væri miklu betri þáttur ef ekki væru aðallega fundnir vinstrimenn til að koma þar fram. Fanney Birna virðist ekki hafa skilið konseptið á bak við þáttinn, að fá menn til að deila. Hún vill aðallega fá sama jákórinn frá vinstrimafíunni, en Egill Helgason hefur gaman af því að fá örlítið mismunandi sjónarmið og vekja þannig deilur. Þannig var einmitt sagan um silfur Egils fornmanns, sem nafnið á þættinum vísar í.

 

Ef Covid-19 væri venjuleg farsótt væri kannski hægt að styðja opnunarleiðina. Ef þetta er efnavopnahernaður, eiturefnahernaður eða sýklahernaður, eða eitthvað sem við skiljum ekki enn þá er það eina sem hægt er að gera að forðast að efnið komist í menn með lokunum á landamærum. Mjög merkilegar fréttir frá Bandaríkjunum, þar sem dauðsföllum hefur farið að fjölga aftur eftir miklar bólusetningar. Það er eitthvað dularfullt við þetta sem hefur ekki verið útskýrt enn.

 

Svo aðrar fréttir merkilegar frá Bandaríkjunum, þar sem smitum hefur fækkað í einhverju ríki þar sem grímuskylda var afnumin. 

Ingólfur Sigurðsson, 13.4.2021 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 609
  • Frá upphafi: 132062

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 503
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband