23.3.2021 | 04:41
Gullfoss með glæstum brag
Áður en Bubbi Morthens fór með sjálfsvorkunnarmeðferð að breyta ímynd sjómannanna í fórnarlömb með Ísbjarnarblúsnum sínum höfðu dægurlög fyrir þann tíma málað af þeim þær myndir að þeir væru hetjur Íslands, eins og hermenn fyrir landið. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hlustaði á lagið "Sumarauki", en textinn er eftir Guðjón Halldórsson. "Gullfoss með glæsum brag" er frægasta línan úr því ljóði.
Þau voru svo fá íslenzku dægurlögin á þessum tíma að þau voru sungin á mörgum heimilum og fólk kunni þau utanað, enda spiluð oft í útvarpinu.
Áhrif Bubba Morthens hafa ekki verið æskileg, síður en svo, enda hefði hann aldrei orðið frægur ef vinstrimafían hefði ekki gert hann vinsælan, og að tákngervingi sínum. Þessi gamla rómantík ýtti undir karlmennskuhugmyndir um hreysti, dugnað, nokkuð sem er á útleið í okkar menningu, því miður.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 18
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 491
- Frá upphafi: 142725
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.