13.3.2021 | 19:19
Vertu sælt verðleikasamfélag, eftir Bob Dylan, túlkun á þriðja erindinu.
Nú í upphafi vil ég útskýra hvers vegna ég nota orðið "verðleikleikasamfélag" yfir Angelína. Kvæðið lýsir breytingum í Bandaríkjunum með tilkomu Kennedys og fleiri vinstrisinnaðra stjórnmálamanna, og breytingum af mannréttindahreyfingunni vinstrisinnuðu sem mikið var að eflast á þessum árum en birtingarmynd þeirrar eflingar var ekki sízt aukin harka í mótmælum gegn rasisma og ýmsum myndum hans í Bandaríkjunum, og svo var það femínisminn sem var að eflast á svipuðum forsendum.
Ég er í túlkun minni að snúa orðinu verðleikasamfélag uppí það sem var ekki notað yfir, þegar það var mikið notað, til dæmis á fyrirhrunsárunum. Þá notuðu íslenzkir jafnaðarmenn og vinstrisinnar það mikið, til að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn, og það að konur og útlendingar fengju ekki vinnu, að flokksskírteini væru tekin fram yfir hæfileika. Þetta er svo sem gömul umræða sem skýtur alltaf upp kollinum aftur.
Núna eru það verðleikar innfæddra karlmanna og drengja sem ekki eru ofarlega í goggunarröðinni, konur og stúlkur teknar fram yfir, þeir sem hafa hæfilega blandaðan bakgrunn og menningarlega viðurkenndir, íslenzkumælandi, og sérstaklega þeir sem hafa "réttar" pólitískar skoðanir, (jafnaðarmenn, vinstrimenn, sjálfstæðismenn eins og Gísli Marteinn)...
Þetta vissi Bob Dylan eða ljóðmælandi hans á öðrum hnetti, sem sagði honum fyrir kvæðið, eða söngtextann, nema hvað, að túlki maður kvæðið rétt er spásögnum lýst sem ganga miklu lengra og lýsa heimsenda og heimsendaástandi, sem hlýzt af þessum samfélagslegu breytingum.
Svona er þýðingin yfir á íslenzku og óbundið mál:
"Gosinn og drottningin hafa yfirgefið hallargarðinn. Fimmtíu og tveir sígaunar fara í röð framhjá vörðunum, á svæðinu þar sem tvisturinn og ásinn léku lausum hala. Vertu blessuð Angelína (verðleikasamfélag), himininn er að hrynja og við sjáumst aftur áður en langt um líður."
Það að nota spil, annaðhvort venjuleg spil og persónur þeirra eða tarotspil og þeirra persónur er nokkuð sem Dylan hefur oft gert af skáldlegri leikni, eins og til dæmis á plötunni "Street Legal" frá 1978. Allt er það hluti af skáldlegu líkingamáli til þess að leyfa hlustendum eða lesendum kvæðisins að fá tækifæri til að túlka boðskapinn út frá eigin brjósti og hæfileikum, hugmyndaheimi.
Í fyrstu setningunni eru þrjú fyrirbæri áberandi, hallargarður, gosi og drottning. Orðið drottning í þessu sambandi gæti þýtt eitthvað eins og það sem María mey þýddi til forna, og þýðir að sjálfsögðu enn víða fyrir kaþólikka, heilög vera sem styður við samfélagsgerð feðraveldisins og kirkjuvaldsins, eða hver sú heimavinnandi húsmóðir sem ekki hefur leitað sér menntunar heldur styður við sitt heimili eingöngu og er þess vegna stoð og stytta feðraveldisins en ekki femínismans, þær eru auðvitað ennþá til, þótt sjaldgæfari séu en áður.
Hann notar orðið drottning, sem er sterkasta orðið í þessu sambandi til að gefa þessari kventegund virðingarheiti og gefa það til kynna hversu mikilvægar slíkar konur eru þar sem einungis karlmenn njóta menntunar og opinberra starfa. Þessar heimavinnandi húsmæður réttlæta þesskonar þjóðfélagsgerð af hálfu helmings mannkynsins, að segja má, og má því alveg réttilega nefna þær drottningar, þótt slíka titla beri þær ekki opinberlega, heldur aðeins ein kona, eins og í Danmörku eða á Bretlandi, til dæmis.
Hver er þá gosinn? Ekki einhver karlmaður, heldur sérhver sá sonur sem menntar sig (eða vinnur karlmannsstörf ómenntaður svo að segja) og vinnur úti í slíkri þjóðfélagsgerð, en ekki karlkyns femínistinn, eða sá sem vinnur gegn slíkri þjóðfélagsgerð. Línurnar eru dregnar skýrt hvað þetta varðar í kvæðinu, hver tilheyrir hvaða stjórnmálahópi og þjóðfélagsgerð.
"Gosinn og drottningin hafa yfirgefið hallargarðinn", segir í kvæðinu. Hallargarðurinn er tákn um það viðurkennda, opinberar stöður, það sem er opinberlega viðurkennt, fortíðin. Þessi setning lýsir því öll breytingum, þjóðfélagsbreytingu sem verður þegar jöfnuður og vinstristefna er tekið fram yfir feðraveldissamfélag kirkjulegra gilda útivinnandi karlmanna en aldrei kvenna.
Öll þessi setning lýsir sviptingu valda, frá forréttindahópi yfir á almennari hóp, konur, ungmenni, útlendinga, blendingja, fatlaða einstaklinga, og þannig mætti lengi telja, eftir því sem flokkunin verður flóknari í nútímanum, og séreinkenni búin til eða skilgreind.
Í einni einfaldri setningu er miklum þjóðfélagsbreytingum lýst, sem höfðu orðið og áttu eftir að verða. Snilld, ekkert minna en snilld hjá Bob Dylan og skyngjafa hans á öðrum hnetti.
"Fimmtíu og tveir sígaunar fara í röð framhjá vörðunum, (eða verðinum), á svæðinu þar sem tvisturinn og ásinn léku lausum hala."
Það eru jafnan 52 spil í venjulegum spilastokk. Hins vegar þar sem sígaunum er stillt upp sem andstæðum við spilamennina er þetta dæmi um jöfnun sem andhverfu.
Hvers vegna notar hann orðið sígaunar í þessu sambandi? Ég hef lesið ýmsar skýringar á þessu kvæði og ætla að taka sumar þeirra hér til umfjöllunar. Sumir telja að Bob Dylan sem gyðingur hafi verið að lýsa annarri heimsstyrjöldinni í kvæðinu. Sú túlkun hefur þó ekki fengið almenna viðurkenningu, en til eru margar mismunandi túlkanir á þessu verki, eins og ég hef sagt.
Engu að síður hefur þetta orð gildi og merkingu. Það hefur vissulega skírskotun til natzismans, en kvæðið allt fjallar ekki um byltingu og breytingu natzismans heldur femínismans og jafnaðarstefnunnar, miklu öflugri fyrirbæra í nútímanum, á yfirborðinu.
Fleiri en gyðingar voru gasaðir í seinni heimsstyrjöldinni, til dæmis sígaunar og samkynhneigðir. Þetta orð, 52 sígaunar, hefur því merkingu í þessu samhengi.
Þetta eru allir hinir ofsóttu, sem í hinu nýja samfélagi eru orðnir forréttindahópur, eru ekki lengur ofsóttir, staðan hefur breyzt og þjóðfélagið allt.
Þess ber að geta að ofsóknir á hendur sígauna eru gamlar og voru ekki fundnar upp í seinni heimsstyrjöldinni, en þar varð þetta stærra í sniðum en áður. Allskyns minnihlutahópar fengu þar á baukinn meira en oftast áður.
52 sígaunar eru því allir þeir sem voru ofsóttir og hluti af minnihlutahópum í fortíðinni, hundruð ár aftur í tímann eða þúsundir ára aftur í tímann.
Þessir 52 sígaunar fara í röð framhjá verðinum, eða vörðunum. Í röð, sem sagt, þjóðfélagsbreytingarnar eiga sér stað ofanfrá, með skipulögðum hætti, með lagabreytingum, sem koma frá þjóðþingunum og valdhöfum þjóðfélagsins yfirleitt. Hér er ekki um óreiðu að ræða heldur skipulag, breytingar sem verða vegna geimvera á öðrum hnöttum, eigenda okkar.
Hver er vörðurinn í þessu sambandi? Lögreglan, fjölmiðlarnir, pressan, eftirlitskerfið, kirkjan, hefðin, skemmtanaiðnaðurinn, þetta kerfi allt sem í fortíðinni var notað til að styðja valdið, feðraveldið, trúarvaldið, kirkjuvaldið... þetta heilaga, eða sýndarheilaga.
"Á svæðinu þar sem tvisturinn og ásinn léku lausum hala".
Þessi setning er merkileg og andmælir þeirri staðhæfingu að jöfnuður hafi ekki ríkt í feðraveldisþjóðfélaginu sem þarna er verið að kveðja og verðleikasamfélag samkvæmt þeim gildum.
Ásinn er hæsta spilið, og er því tákn um kónga, drottningar, ráðherra, forríka einstaklinga, alla sem mest mannleg völd hafa. Tvisturinn hins vegar er tákn um almúgann, þann sem í feðraveldinu hefur minnst völd. Hér gæti jafnvel verið átt við allskyns ólánsmenn og tapara innan feðraveldisins. Hvers vegna eru þessar andstæður þá hlið við hlið?
Jú, allt hefur breyzt með húmanismanum og jafnaðarstefnunni, fjölmenningunni og alþjóðahyggjunni. Hinn almenni borgari tapar líka, og það er byltingin, að segja það í kvæði. Nýr forréttindahópur hefur sprottið fram með trúarlegt vald, kommúnistar, jafnaðarmenn, femínistar, mannréttindafrömuðir, þessir sem taka sér leyfi til að stjórna öðrum, fordæma aðra, setja lög og reglur sem kúga og skemma.
" Vertu blessað verðleikasamfélag, himininn er að hrynja og við sjáumst innan skamms."
Já, himininn er að hrynja kemur fram í enda þessa erindis. Það var tákn um heimsendi meðal Kelta og Gaulverja á tímum Rómverja, en táknmál kvæðisins teygir sig aftur til þess tíma. Enda er það ákveðin tegund af heimsendi þegar svona þjóðfélagsbreytingar verða.
"Við sjáumst innan skamms", getur þýtt eftir dauðann, að margir fari á sama staðinn eftir dauðann, kannski helvíti, eftir að hafa tekið þátt í svona vitleysu og þjóðfélagsbreytingum.
Þessi síðasta setning segir líka miklu meira, "við sjáumst innan skamms", ljóðmælandinn og verðleikasamfélagið. Þessi setning segir að ekkert breytist í raun, að hann muni endurfæðast inní feðraveldissamfélag eftir dauðann aftur, að hann muni sjá það samfélag sem hann er að kveðja í kvæðinu á ný, og að maðurinn megni ekki sjálfur að gera neinar breytingar, né heldur djöflar og eigendur mannkynsins þá stundina, heldur sé þetta allt háð guðunum, guðlegum lögmálum, ofar því öllu.
Já, segja má að þetta erindi loki þessu vel, en fleiri erindi eru ótúlkuð, og segja þau ýmislegt annað merkilegt einnig.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 672
- Frá upphafi: 127299
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 492
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.