20.2.2021 | 17:58
Angelína eftir Bob Dylan, túlkun á níunda erindinu
Þá er komið að því að fjalla um níunda erindi kvæðisins Angelína eftir Bob Dylan. Þar með er ég kominn allan hringinn og lýk umfjöllun minni um þetta merkilega spádómskvæði, leiðslukvæði. Ég byrjaði á tíunda erindinu þannig að ég hef gert þeim öllum góð skil með því að fjalla hér um það níunda, og öll hin búin.
Eins og nafnið gefur til kynna er hér verið að fjalla um kvenengil, eða fallinn kvenengil, eins og sumir túlkendur hafa viljað túlka þetta, og aðrir kvenpersónu venjulega og jarðneska, synduga og breyzka.
Í minni túlkun á kvæðinu hef ég gengið út frá því að þessi Angelína sé táknmynd fyrir mannkynið allt, og vísa ég í umfjöllun um fyrri erindi, til að fá frekari útskýringar á þeirri túlkun.
Þýðing á níunda erindinu er svona, lausleg og yfir á óbundna íslenzku:
"Ég sé parta af mönnum þramma í hergöngu, sem reyna að taka Himnaríki með valdi. Ég get séð óþekkta riddarann, ég get séð föla, hvíta hrossið. Í Drottins sannleika segðu mér hvað þú vilt, og þú færð það að sjálfsögðu, aðeins með því að stíga inn á vígvöllinn (leiksviðið)."
Eins og í fyrri erindum er hér fullt af vísunum, biblíulegum ekki hvað sízt.
Byrjum á tilvitnunum, til að hafa það á hreinu og koma því frá, óljósum og skýrum tilvitnunum í Biblíuna eða eitthvað annað.
"Óþekkti riddarinn", flestir telja þetta tilvitnun í Opinberunarbók Jóhannesar 19.6-21. Þar er reyndar minnzt á hvítan hest og einhvern sem á honum situr og heitir Trúr og Sannorður.
Einnig kann að vera átt við Opinberunarbók Jóhannesar 9.17, eða þá eitthvað allt annað, jafnvel ótengt Biblíunni. Ekki ætla ég að telja það allt upp hvað gæti verið mögulegt, en Dylan er þekktur fyrir að vísa í verk úr dægurmenningunni líka, bíómyndir, söngtexta, myndasögur, skáldsögur, leikrit og hvað eina annað.
"Föla, hvíta hrossið" er sennilega tilvitnun í Opinberunarbók Jóhannesar líka, 6:8, "bleikur hestur" í sumum íslenzkum þýðingum, eins og þeirri frá 1968.
Um 1980 var mjög vinsælt í kirkjum og á samkomum sértrúarsafnaða að vitna í Opinberunarbókina, og vera með heimsendaboðskap í kirkjunum. Ég man eftir þessu sjálfur er ég sótti samkomur um þrítugt, í kringum 2000. Þá hafði fátt breyzt í þeim efnum, en nú þegar heimsendirinn er kominn og menningarkúgunin vinstrisinnaða er viðkvæm fyrir sannleikanum er búið að bæla slíkt tal niður býsna mikið.
Það er áhugavert þegar Dylan talar um "parta af mönnum", eins og í hryllingsmynd. Hvað skyldi hann eiga við með þessu, eða ljómælandi hans, skyngjafinn á öðrum hnetti sem blæs honum þessu í brjóst?
Ef skyngjafinn á öðrum hnetti og ljóðmælandinn er Lýtir, hinn heiðni guð, vill hann koma fram upplýsingum eins og hans er von og vísa, til hjálpar og bjargar mannkyninu. Þá er þetta framtíðarspá eins og svo margt annað í kvæðinu.
"Partur af mönnum", þetta er auðvitað vísun í líftæknina og lífvéltæknina, geimverutæknina sem nú er komin fram á jörðinni og orðin hluti af mannkyninu, enda er þetta mannkyn að breytast í geimverur, þær eru að gleypa okkur með tækni sinni og öðrum aðferðum.
Hluti af þessu eru áætlanir um að setja kóða undir húðina, smám saman verður mönnum breytt í vélmenni á þessari helstefnubraut, og margir kristnir menn vita þetta, enda fjallað um þetta í ýmsum launhelgum, þar sem sannleikurinn kemur í ljós.
Orðið "march" á enskunni, í frumtextanum gefur margvíslegar vísbendingar, en við eigum ekki svona margrætt orð á íslendzku, marsera kemst næst því. Þetta er orð sem er tengt hernaði, og er dregið af guðinum Mars, sem meðal Rómverja var tignaður sem hernaðarguð, talinn samsvörun Týs í norrænni goðafræði. Eftir honum er stjarnan Mars nefnd, sem nýlega var verið að heimsækja af okkur hér á jörðinni, eða tæki frá okkur.
Augljóst er að Dylan á við Vítisherinn sem nú er kominn fram á jörðinni (umbreyttir menn, með anda geimvera, mannréttindaliðið húmaníska). Þegar hann skrifar um að taka Himnaríki með valdi á hann bæði við um þá femínísku og húmanísku yfirtöku sem fram hefur farið á kirkjunni sem allir þekkja, og sömuleiðis stríð í himingeimnum af sama eða svipuðu tagi.
Svo er hann einfaldlega að geirnegla merkingu sína með talinu um riddarann óþekkta og föla, hvíta hrossið. Þar tekur hann af öll tvímæli með það að kvæðið fjallar um heimsenda, þetta er heimsendakveðskapur, leiðslukvæði, eins og ég hef margsinnis tekið fram áður í umfjöllun minni.
Með orðinu "óþekkta" vísandi í riddara Heljar gefur hann merkilega og góða vísbendingu, að um hvern sem er getur verið að ræða, að erfitt er að treysta ýmsu á hinum síðustu og verstu tímum.
"Í Drottins sannleika segðu mér hvað þú vilt"... þetta er sterkt til orða tekið, og gefur það sterklega til kynna að Angelína (mannkynið) hafi umvafið sig lyginni og blekkingunum, þessu sem fylgir heiminum á okkar tímum, og ýmsum tímum.
"Og þú færð það að sjálfsögðu..." hér er ekki aðeins verið að vísa í miskunn og gjafmildi Guðs, heldur að hver dregur sig upp til síns himnaríkis af eigin rammleik eða varpar sér niður í sína helju, samkvæmt kenningum guðfræðinga sumra, eða þannig má vel túlka þetta og réttilega sennilega.
Þetta kvæði er svo rammlega innblásið af guðlegum anda og sannleika, biblíulegum fróðleik og kristnum kenningum að maður verður að fylgja hinum kristilegu túlkunum til að gera þessu góð skil, eða reyna það.
"Stígðu bara inn á vígvöllinn" er margrætt boð. Arena getur einnig þýtt svið, leiksvið, bardagasvið, orðið er einnig vísun í rómverska heimsveldið og latínuna.
Þýðir þetta að mannkynið feli sig, eðli þess, eða sál þess? Hvaða leiksviði er það ekki á, eða vígvelli? Er það vígvöllurinn sem birtist þegar allt hefur verið gert opinbert og rétt andlit koma á gestina og réttir líkamar þeirra koma í ljós, þegar innrásin hefst af fullum þunga?, en flestir tala um þegar en ekki ef í þessu sambandi, sem til þekkja.
Rétt er að geta þess að annar meginskóli er einnig til í túlkun þessa kvæðis, en það er fólkið sem vill túlka allt með veraldlegum hætti, einnig það kristilega. "Arena" eða vígvöllur væri þá vígvöllur ástarinnar, eða sú nánd sem býður uppá sammskipti sem bæði geta sært og veitt gleði.
Margir segja að bezti kveðskapurinn sé svona margræður, og það má vel til sanns vegar færa.
Að lokum vil ég hvetja fólk til að gera betur, ef það hefur áhuga, túlka þetta kvæði á sinn hátt. Þetta er aðeins ein tilraun af mörgum til að túlka þetta verk, og hér er farið fremur hefðbundnar slóðir í túlkuninni, en það er nú kannski vegna þess að Dylan var þarna ennþá á kristilega skeiðinu sínu, árið 1981.
Þetta er samt eitt albezta kvæðið hans og verkið frá þessum tíma, erfitt er að véfengja það, sérstaklega vegna þess hversu margrætt kvæðið er og þrungið af speki, líkingum, lýsingum, merkingum og vafasömum atriðum, margræðum.
Eins og fram hefur komið í þessumm túlkunum er hér farið inná margskonar launhelgar kristninnar og annarra trúarbragða. Textinn gefur það til kynna, og sennilega hefur Bob Dylan kynnt sér þannig fræði þegar hann orti kvæðið eða haft áhuga á þeim lengi jafnvel.
Að vísu er það rétt eins og fram hefur komið að margt af þessu hefur verið í almennri umræðu í sértrúarsöfnuðum, heimsendafræði af ýmsu tagi.
Þetta skýrir að mörgu leyti átökin í bandarískum stjórnmálum og gjána á milli Trumps og Bidens og þeirra sem fylgja þeim, þar sem fylgjendur Trumps eru frekar kristinnar trúar en fylgjendur Bidens frekar húmanistar, á veraldlega sviðinu fyrst og fremst.
Þessi hugmyndafræði er svo sem alþjóðleg, í kirkjum og sértrúarsöfnuðum áberandi, en inni á heimilunum líka og einskorðast ekki aðeins við kristna söfnuði og hópa eða einstaklinga, enda flæðið mikið á milli allskonar trúarhópa og einstaklinga.
Á þetta við um okkar tíma? Margt bendir til þess.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 76
- Sl. viku: 666
- Frá upphafi: 127293
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 488
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.