15.2.2021 | 19:02
Helgi Pétursson bar af í Silfrinu í gær
Það var gott hjá Fanneyju Birnu að fá Helga Pétursson úr Ríó Tríóinu í viðtal í gær í Silfrinu. Hann hafði frá ýmsu að segja. Það voru orð í tíma töluð þegar hann sagði æskudýrkun vera allsráðandi og virðingarleysi fyrir reynslu og þekkingu eldri kynslóða. Undir það er ekki hægt annað en að taka.
Afi minn varð 98 ára gamall og vann alla sína ævi við bifvélaviðgerðir, hann var einmmitt með sitt verkstæði nálægt bernskuheimili Helga Péturssonar í Kópavoginum. Afi minn Jón var dæmi um mann sem hafði starfsþrek fram eftir öllum aldri.
Annað þessu skylt sem mér finnst nauðsynlegt að minnast á, það er viðhald íslenzkunnar, hvar eiga börnin að læra rétt og gott mál ef ekki hjá foreldrum og forforeldrum, eða stórforeldrum, (sbr grand parent) (ömmum og öfum). Langforeldrar geta þá kallazt langafar og langömmur.
Það var afabróðir minn, Ingvar Agnarsson sem kenndi mér mest í íslenzku. Hann var fjölfróður maður sem lærði í Samvinnuskólanum (sem nú er Háskólinn á Bifröst). Mest lærði hann þó í sjálfsnámi eftir að hann fór að vinna fyrir fjölskyldunni sem forstjóri í Barðanum, og stofnaði Gúmmívinnustofuna þar áður.
Hann kenndi mér gildi sjálfsagans. Sérhvert barn verður að aga sjálft sig, það þarf að kenna öllum börnum, að efast um rétta stafsetningu, leita í orðabókum, og það sama á við um önnur menntasvið. Maður á alltaf að efast um þekkingu sína og fróðleik, vera auðmjúkur gagnvart þeim sem geta kennt manni betur, eða bókum sem geta leiðbeint manni.
Það er líka merkilegt til þess að hugsa nú á tímum þegar fjallað er um ólæsi barna, á þessari miklu tölvuöld og öld ofgnóttar þekkingar, ríkidæmis og annars, að langafi minn var gríðarlega fróður einnig, sveitamaður sem aldrei naut menntunnar nema hjá prestinum sem fór á milli til fermingarundirbúnings. Hann varð næstum blindur með aldrinum, en vann samt sveitastörfin fram eftir aldri, og fluttist ekki suður fyrren hann var orðinn býsna aldraður.
Hann kunni Íslendingasögurnar utanað, var mér sagt, ýmis kvæði og var stoltur þjóðernissinni, sem kunni skil á fjölmörgum fræðigreinum, til dæmis stærðfræði, eðlisfræði og verkfræði. Slíkar bækur komst hann í ungur að árum og lærði sjálfur, því lestrarfélag var starfrækt í sveitunum oft.
Munurinn á þessum kynslóðum og okkar kynslóð var löngunin til að læra, og áhuginn á að beita þekkingunni. Vandi nútímans felst í fálæti, áhugaleysi, og skeytingarleysi, ekki hvað sízt.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 692
- Frá upphafi: 127235
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 524
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er fólk búið að gleyma: Ungur nemur gamall temur???
Sigurður I B Guðmundsson, 15.2.2021 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.