11.2.2021 | 23:45
Réttarhöldin gegn Trump eru einn stór trúðaleikhússsirkus.
Krókódílatár, tilfinningaklám, fjölmiðlasápuópera... öll þessi orð æpa á mann þegar maður horfir á RÚV mjaka sér uppúr fréttunum af hringleikahússréttarhöldunum yfir Trump.
Falsið er svo mikið að erfitt er að trúa því að jafnvel verstu Trumphatarar taki þessu öðru vísi en sem fjölmiðlaskemmtun fyrir minnimáttarpúka og spillingargrey demókratískra stjórnmála. Þetta er svo sannarlega fjölmiðlaskemmtun, með sömu leikrænu tilþrifunum og allir þekkja úr Hollywood, tilfinningasemin mikil yfir því að dóttir Trumps vilji ekki koma aftur í Þinghúsið, eins og það sé ekki demókrötum að kenna, og einelti þeirra í garð föður hennar?
Ómar Geirsson sagði fleygustu orðin þegar Joe Biden var kosinn, eitthvað á þá leið að það hvernig Obama stjórnin væru svona vakin upp frá dauðum bakdyramegin með því að kjósa "Ekki Trump"... sáttasemjara svo aldurhniginn að næsta víst að Kamala Harris tæki við honum á kjörtímabilinu og hann (Biden) væri aðeins strengjabrúða No Borders liða og Antifa, til að koma þeirra villtustu draumum til framkvæmda, það allt ferli væri meiri móðgun við lýðræðið en þessi útrás sem nokkrir stuðningsmenn Trumps fengu með því að láta í ljós skoðun sína við Þinghúsið.
Það er alveg sama hvernig RÚV sýnir myndskeið sem andstæðingar Trumps hafa grafið upp eða falsað eða hvort tveggja, þeir eru aðeins að reyna að breyta sögunni eins og þeir eru alltaf að reyna, með því að þurrka út afrek kristinna bleiknefja og upphefja alla minnihlutahópa sem finnast.
Taugaveiklunin er augljós í báðum liðum, ekki er hægt að neita því að hegðun Trumps og hans manna er ekki óaðfinnanleg, en fasísk heift og valdabrjálæði vinstrimannanna er heldur ekki beint eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Demókratar haga sér eins og þeir hafi tilkall til valdanna; og að réttlætingin sé fólgin í því að þeir séu siðferðislega æðri en Trump og hans fólk. Demókratar telja sig aðal sem eigi að stjórna. Enda hafa jafnaðarmenn allsstaðar troðið sér inn, í nefndir, ráð og valdastörf, listastörf, menningarmál og hvarvetna. Trump var alltaf utaðankomandi í þeirra ELÍTU. Hann var spillti bissnismaðurinn, sem vildi með einföldum aðferðum lagfæra hlutina, og kom ýmsu í verk sem aðrir hreyfðu ekki við.
Að lokum vil ég hér fjalla um pistil Björns Bjarnasonar um þetta sama efni. Þar virðist hann bæði reyna að sannfæra sjálfan sig og lesendur um leið um að réttkjörin stjórn hafi sezt að völdum í Bandaríkjunum, með Joe Biden og hans liði. Það er nú oft þannig að þeir sem efast mest skrifa af mestri sannfæringu, til að hrekja burt eigin efasemdir og annarra.
Áhugavert er orðið "skríll", sem notað er í sífellu um þetta fólk, það er merkingarþrungin, niðrandi alhæfing, og á dögum þegar reynt er að sýna öllum virðingu og dæmt í málum þegar það er ekki gert verður það að teljast skrýtið að gefið sé skotveiðileyfi á svona hóp, sem hlýtur að vera samansettur af ólíkum einstaklingum, svörtum sauðum innanum, en svona alhæfing vekur upp spurningar.
Síðan kemur önnur bomba sem á að sannfæra lesendur og áhorfendur sjónvarpsstöðvanna... "skríll sem fór rænandi og ruplandi"...
Það hefur ekki verið einkennandi af þeim myndum sem hafa verið sýndar af atburðunum að þjófnaðir og slíkt hafi farið fram í þessum atburðum. Þessu er slegið fram sem neikvæðni í garð hópsins án þess að um það sé ýtarlega fjallað. Mjög lýsandi fyrir fréttamennskuna svonefndu.
Síðan er þetta sem hamrað hefur verið á "engin rök", en ef kosningaúrslitum var breytt í tölvukerfum er erfitt að sanna það.
Svo að lokum er talað um að Trump hafi "hreykt sér af afrekum sínum", og "sigað fólki á þinghúsið". Það myndi kallast að mála atburðarásina með rauðum kommalitum, þetta er eins gildishlaðið kommaorðalag og hugsazt getur. Er þetta sem sagt "fagleg og hlutlaus fréttamennska?"
Síðan, "ofbeldi blettur á arfleifð hans"... "svik við stuðningsmenn sína" að neita að segja þeim sannleikann. Hér þyrfti að útskýra betur við hvað er átt. Allt kjörtímabilið talaði Trump inní sína búbblu, og það var allt túlkað sem lygi og þvæla af andstæðingum hans.
Ofbeldið, það er ekki vel útskýrt, en að hann hafi átt þátt í ofbeldinu svonefnda, sem til komið var vegna trúarofstækis, hér er enn verið að mála allt með rauðum kommalitum. Eins og Ómar Ragnarsson fjallaði um, allt átti þetta sér aðdraganda og var fyrirsjáanlegt, ekkert sem átti að koma á óvart. Margt sem hægt er að vera ósáttur við, en í ljósi aðstæðna ekki undarlegt. Nornaveiðar, það orð mætti vel nota. Einelti jafnvel. Ef skoðuð er saga Trumps hefur hann ALLTAF neitað að viðurkenna ósigur, ALLTAF, svo þetta átti ekki að koma á óvart. Svo má spyrja sig, var það demókrötum eða repúblikönum að kenna að fólk dó í þessum átökum?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 187
- Sl. sólarhring: 192
- Sl. viku: 756
- Frá upphafi: 127192
Annað
- Innlit í dag: 115
- Innlit sl. viku: 565
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.