Jónas frá Hriflu kennir allt (kvæði).

Jónas frá Hriflu kennir allt

 

Ég fann bækur eftir Jónas frá Hriflu á unglingsárunum á fornbókasölum og lærði margt af þeim, orðtök og frasa, og hér er eitt ljóð unnið uppúr hans bókum, ort í menntaskóla. Mér þykir enn vænt um þessi gömlu ljóð mín, í þeim er heillandi þjóðerniskennd eins og vítamín. Margt heimspekilegt í svona kvæðum.

 

Ungmeyjaskarinn hann endalaust heillar,

íslenzki kynstofninn dreifir sér víða.

Náttúruvalið er nauðsynleg framtíð,

nýtast þeir sterkustu, engu skal kvíða.

 

Ekki má festast í skólunum skarinn,

skapferlið heiðna vill bardaga og vígin.

Láttu á það reyna - og legðu allt að veði,

lund þín er mögnuð, svo forn og svo tigin.

 

Kerfislæg hugsun mun koðna öll og daprast;

kvennanna framtíð í náttúru liggur.

Hæfasta fólkið mun erfa þær álfur

sem opnast í frelsi, það gjafirnar þiggur.

 

Fremst er þín skylda að nú fjölgast og magnast;

frævast þá spádómur lífstefnutíma.

Guð ekki vinnur með visnuðum kvistum,

veitist þeim spilltu hin auðuga gríma.

 

Hlustaðu kynslóð, ég hef margt að segja,

hafnaðu skólun sem þrælkar og mýgir:

Fagnaðu hugsanafrelsinu dýra:

Fremstur til þjónustu goðinn þig vígir.

 

Jafnaðarvillan er ginnungagapið,

gæti ég kennt það er markið að nálgast.

Baneitruð útlöndin bjóða þér hættur,

brýni þig skynsemin, gróðafíkn tálgast.

 

Leiðtogar þjóðlegir ungir nú ættu

hér allvíða að birtast og leiðir að sýna,

helstefnan annars mun hertaka þjóðir,

herhvötin réttsýna verður að brýna.

 

Æskunnar leikir þig efla og stæla,

unaðsleg samstilling veitist þér, drengur.

Mikilvæg hlutverk enn mönnunum bjóðast,

mundu, í voninni er dýrmætur fengur!

 

18. september 1993.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 620
  • Frá upphafi: 126398

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 449
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband