Almannatengillinn Friðjón, lækfíknin, netmiðlarnir og vinsældir streymisveitna

"Vinsældir streymisveitna margfaldast" er heitið á frétt á RÚV sem vakið hefur athygli mína, og vil tengja hana við ritdeilu Friðþjóns og Brynjars sem fræg er orðin.

 

Samkvæmt fréttinni fjölgaði áskrifendum að Netflix um 10% frá 2016 til 2018, en um 16% frá 2018 til 2019.

 

Spotify er notað af helmingi landsmanna að minnsta kosti einu sinni í viku. 80% Íslendinga nota Facebook daglega, og 91% minnst einu sinni í viku. Helztu notendur Fésbókarinnar eru konur frá 25-44 ára.

 

Sömu sögu má segja um Podcast, Youtube og fleiri svona fyrirbæri utan úr heimi.

 

Slæmt er það hvernig þetta hefur komið niður á sölu geisladiskanna, en hljómplatan hefur að vísu styrktzt og sótt í sig veðrið allhressilega, ekki síður á Íslandi.

 

Þessi frétt frá RÚV finnst mér skýra viðbrögð Friðjóns R. Friðjónssonar almannatengils sem hjólar í suma í flokknum sínum fyrir að vera ekki nógu nútímalegir að hans mati.

 

Ekki er það útaf árásunum á Trump sem ég er orðinn leiður á Facebook og kann sífellt verr við þessa risanetmiðla, heldur vegna þess hvernig maður finnur fyrir því sem ég kalla "lækfíkn" á þessum risanetmiðlum, þörfinni fyrir að þóknast öðrum og fá þumla, eða "læktákn" fyrir skoðanir sínar og innfærslur. Mér finnst það alveg afleitt að láta aðra stjórna skoðunum sínum, og að þessir risanetmiðlar skuli stuðla að hjarðhegðun og forheimskun. Þessvegna nota ég þá lítið sem ekkert og skrái mig sjaldan og ekki víða þar. Allt er þetta verið að safna upplýsingum um þig og þú ert varan, ekki neytandinn, nema að hluta til.

 

Nú grunar mig fastlega að Friðjón R. Friðjónsson hafi ánetjazt þeim sem gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn og hafi því af ósjálfstæði skrifað grein sína. Maður á nefnilega marga vini inná Facebook sem eru á öðru máli í pólitík, og maður gerir stundum ýmislegt til að þykjast þóknast öðrum.

 

María Hilmarsdóttir fréttakona á RÚV skrifar þessa frétt og hún er merkileg, hún fær hrós fyrir að vekja athygli á þessari ömurlegu þróun, að sífellt fleiri ánetjist þessum streymisveitum. Hjarðhegðun er ekkert grín. Hún kom einræðisherrum til valda í mannkynssögunni. Gagnrýnin hugsun og kjarkur til að mótmæla er nokkuð sem er dýrmætt. Ekki held ég að slík hegðun eflist á markaðstorgi Twitter eða Fésbókarinnar.

 

Brynjar skrifar og talar skýrt og greinilega, hann ætti að vera formaður Sjálfstæðisflokksins frekar en Bjarni Benediktsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 789
  • Frá upphafi: 125834

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 567
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband