27.1.2021 | 13:59
Lífaldur og þroski
Oft eru ráðherrarnir að geysast fram með breytingar og ný lög eða breytingar á því sem fyrir er. Maður hefur jafnvel á tilfinningunni að oft sé verið að breyta bara til að breyta, til að sýna fram á að það gamla sé nú örugglega úrelt og það nýja betra, bara til að hafa eitthvað að gera, til að sýna fram á einhver afrek og einhverjar dáðir, sem eru svo annað þegar betur er að gáð.
Ég vil ekki vera með aldursfordóma eða að telja að gamalt fólk sé endilega betri stjórnendur og alþingismenn en ungir ráðherrar, en léleg og gagnrýniverð stjórnsýsla er hinsvegar augljós fylgist maður vel með og hana má spotta ef viljinn er fyrir hendi. Slanguryrðið spotta nota ég hér meðvitað og í margþættum tilgangi; enska orðið er oft notað um að gera sér grein fyrir eða taka eftir, en íslenzka orðið að gera grín að, en um gagnrýniverða stjórnsýslu á hvort tveggja við, nauðsynlegt er að taka eftir henni og einnig að gera grín að henni. Slanguryrði eru oft ekkert svo slæm, þetta fellur að beygingakerfinu, en ekki er gott að taka við öllu, sumt fellur ekki að málinu.
Sum börn sem spyrja gagnrýnna spurninga og skynsamlegra, geta verið þroskaðri en sprenglærðir einstaklingar á öllum aldri, á tvítugsaldri eða nálægt tíræðu, þessvegna. Steingrímur J. Sigfússon virtist mér ekki þroskaður í Silfrinu þegar rætt var við hann um hans starfslok á Alþingi. Ekki gerði hann sér grein fyrir öllu því gagnrýniverða við femínisma, kommúnisma eða hitt og þetta sem hefur breyzt á Alþingi og í þjóðfélaginu undanfarin 50 ár, og margt út af mistökum og óstjórn ráðherranna og ráðfrúnna.
Ég er ekki að ætlast til þess að allir ráðherrarnir á alþingi séu aldraðir einstaklingar. En hvaða ákvarðanir eru yfirborðskenndar og lög á alþingi sem ætti að endurskoða? Til dæmis fóstureyðingalögin, Jón Valur Jensson kom með mjög góð rök fyrir því, hvernig fóstur á þessum aldri hafa myndað lífvænlegan líkama og eru annað en "vefur" utan móður.
Núna á okkar tímum þarf að verja okkar germanska kynstofn, sem vegna þverrandi fæðingartíðni er að deyja út, meðal annars. Svona ólög á alþingi eru ekki í takt við tímann, þau eru afleit og verður að afnema þau og taka upp skárri í staðinn.
Svo er af mörgu að taka. Nefna mætti brottfall zetunnar sem afleit lög árið 1973, og nýlega vitleysu um að leggja niður mannanafnanefnd, eins og þörf sé ekki á því að styðja við íslenzkuna, sem á nóg í vök að verjast í þessu tölvuvædda alþjóðaumhverfi sem við öll þekkjum. Ekki er nú sjálfstæðið stórt í sniðum ef við missum Íslenzkuna alveg.
Ég segi, sókn er bezta vörnin. Tökum aftur upp zetuna sem lögbundna stafsetningu, hana geta allir lært, og setjum reglur um notkun á netinu og hvernig umgangast eigi Facebook, Google, Twitter og þessa risanetfyrirtæki. Það á að nálgast þetta eins og hverja aðra samskiptamiðlafíkn sem getur farið útí ógöngur og öfga.
Stjórnmál eru ekki fegurðarsamkeppni eða vinsældakeppni. Lýðskrum er að gera bara það sem lægsta samnefnaranum er að skapi. Þannig eru vond stjórnmál og hræðileg.
Á tímum Grikkja sem bjuggu til lýðræðishugtakið, var það hugsað sem stjórn margra, viturra manna, en ekki allra sem gætu öskrað hæst og komið sér saman um hvaða vitleysu sem er.
Lýðræðiðishugtakið varð til í feðraveldisþjóðfélagi, en þar fengu aðeins þeir inngöngu sem þóttu sýna hæfileika til skynsamlegrar ákvarðanatöku.
Gott er að rifja þetta upp og hvort ekki hafi eitthvað gleymzt og týnzt á leiðinni í skilgreiningu okkar og skilningi á hugtakinu lýðræði.
Ég hef alveg trú á því að ungir ráðherrar geti þroskazt og lært. Þeir þurfa bara að hafa kjark og þor, nota rökhyggju sína, þora að taka umræðuna, stilla sig inná réttar bylgjulengdir. Málið er ekki að vera alltaf vinsæll ráðherra, heldur að taka gagnrýnar og meðvitaðar ákvarðanir, fara jafnvel á móti því sem vinsælt er, ef það er þjóðinni til góðs.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 665
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 487
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.