Ekki lengur hægt að taka mark á mótmælendum - órökvís mótmæli algeng

Vísir lýsir "mótmælunum" í Hollandi, sem eftir fréttum þeirra að dæma eru frekar óeirðir en mótmæli. Ásthildur Hjaltadóttir sem býr í Hollandi lýsir mótmælunum þar sem "útrás fyrir hooliganisma", en íslenzka orðið yfir hooliganisma er auðvitað skemmdarfýsn, óþroski, barnaskapur.

 

Hún telur eitthvað annað búa að baki en reiði út af útgöngubanni eða mótmæli vegna þess. Það tel ég spaklega mælt af henni. Við lifum í agalausu og ofdekruðu samfélagi, þar sem fólk þolir ekki minnstu breytingar á þeim hefðum sem upp eru komnar.

 

Ég verð að vera sammála Ómari Geirssyni bloggara sem hefur tjáð sig um þetta og svipuð efni. Mér finnst rangt að mótmæla útgöngubanni þegar heilsa og líf er í veði.

 

Ég hef að vísu áhuga á samsæriskenningum, en þær snúast um eitthvað allt annað en nákvæmlega þetta.

 

Eins og ég hef sagt og skrifað, fólki er ekki sjálfrátt. Fólki er fjarstýrt frá öðrum hnöttum af eigendum sínum sem ýta þar á takka. Fólk er andsetið upp til hópa. Gegn því þarf að berjast.

 

Óttinn við fasismann á að beinast í aðrar áttir. Þegar verið er að verja líf og heilsu er ekki ástæða til að mótmæla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 99
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 847
  • Frá upphafi: 130132

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 646
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband