25.1.2021 | 16:53
Er Rósa Björk að búa til vandamál sem ekki er til staðar?
Allir vita hvernig jafnaðarmenn eru. Þeir vilja flytja útlendar aðstæður til lítilla landa og gera alla eins. Þeir vilja búa til vandamál á klakanum ef þau eru ekki til staðar, svo allir séu nú eins, að kljást við sömu vandamálin, hvort sem það er nú atvinnuleysi Evrópusambandsins eða gyðingahatur stóru landanna.
Ég brosti að þessu máli fyrst þegar ég las um það. Hver getur tekið þetta alvarlega? Hvaða skaði er að því þótt út komi bók um afneitun Helfararinnar á íslenzku og hversu margir sýna þessu máli áhuga? Það eru ekki margir á þessu landi, svo mikið er víst. Það er allt áhugavert sem er skrýtið og öðruvísi en fjöldinn heldur það vera, þetta er engin undantekning frá þeirri reglu, og bezta auglýsingin er að vera sem mest á móti þessu, að efast um það sem opinberlega er haldið fram. Það er alveg pottþétt að ef svona tjáningar og skoðanir verða bannaðar þá munu þær verða vinsælar meðal einhverra hópa, því allt sem er bannað hlýtur að vera satt, segir tilfinning almennings.
Svo kemur þetta í Silfrinu og Rósa Björk er látin svara fyrir þetta, sem hún gerir að vísu klaufalega og bendir á útlendar aðstæður og telur að þetta hljóti nú að vera til á Íslandi líka, þessi afneitun á Helförinni.
Þessi auglýsingaherferð Rósu Bjarkar á málstað þeirra sem afneita Helförinni getur ekki annað en heppnazt vel, hvort sem frumvarpið hennar verður samþykkt eða ekki, því málflutningur hennar getur aðeins auglýst þetta málefni, sem svo ótrúlega fáir hafa áhuga á eða trú á nú þegar. Undarlegt að vera að standa í þessu samt.
Það sem liggur í láginni getur aðeins farið uppávið með svona hræðslukenndri umfjöllun eins og í Silfrinu og mjög víða.
Það er eitt sem vantar í þessa umfjöllun. Hún er ekki svarthvítt heldur í öllum regnbogans litum. Fólk er ekki annaðhvort mótfallið eða samþykkt afneitun Helfararinnar heldur hefur fólk eins misjafnar skoðanir á þessu og það er margt. Er hægt að banna alla tjáningu um eitt tiltekið mál, og hversu gáfulegt eða heimskulegt er nú það? Eru ekki almenn hegningalög til um þetta, og var ekki settur inn mannréttindakafli árið 1995 um hatursboðskap? Ætti það ekki að nægja? Hverskonar ofstopi er þetta í þeim sem hræðast eitthvað sem aldrei hefur verið vandamál á Íslandi?
Þetta heitir að vekja upp gamlan draug, þegar umfjöllun af þessu tagi kemur upp á yfirborðið. Sagt er að Trump hafi aldrei verið vinsælli en eftir árásirnar á hann. Getur þessu vinstrisinnaða fólki aldrei í eilífðinni dottið í hug að eitthvað sannleikskorn sé í málflutningi hans og stuðningsmanna hans?
Ef svo skyldi vera að eitthvað sé rangt við opinberar tölur um Helförina eða annað sem þessu tengist (sem ég veit ekkert um og en segi að sífellt eru að koma nákvæmari uppplýsingar um það) þá er ekki lausnin í því fólgin að banna alla umfjöllun. Pottlokin lyftast undan þrýstingnum.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Sólstöðustjórnin, Kristrúnarstjórnin, tek undir að það eru be...
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 65
- Sl. sólarhring: 120
- Sl. viku: 813
- Frá upphafi: 130098
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 635
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.