21.1.2021 | 16:22
Skelfingarflýtir í Biden að opna Bandaríkin, varhugavert athæfi
Er það skynsamlegt af Biden að taka þessa U-beygju strax í upphafi? Hann snýr við innflytjendalöggjöf Trumps strax á fyrsta degi, mikil er skelfingin. Svo mikið er víst að ekki verður þetta óumdeilt og ekki verður þetta til að minnka klofninginn innan Bandaríkjanna. Þetta er hinn mikli maður málamiðlana, semsagt, eða hvað? Nei, varla, nema í ræðum.
Trump var nefndur hinn mikli lýðskrumari, en er Biden minni lýðskrumari í þessu efni, að fara eftir öfgamálflutningi vinstrimanna, sem ekki eru nema hluti þjóðarinnar, fráleitt öll þjóðin?
Trump stjórnin var engin öfgastjórn heldur velkomin hvíld frá öfgafrjálslyndislýðskrumi undanfarinna áratuga sem hefur veikt öll vesturlönd. Trump stjórnin var meira í ætt við mestu velferðarstjórnir allra tíma í Bandaríkjunum eða annarsstaðar, og hófsemdarstjórnir, jafnvel miðjustjórnir. Nú er hinsvegar haldið áfram með hættulegu vinstriöfgana, sem því miður eru of víða viðurkenndir sem normið. Heyr á endemi!
Þetta er reyndar lausnin í þessum ríku og úrkynjuðu þjóðfélögum, þegar femínisminn er búinn að fækka barneignum niður fyrir allt sem er eðlilegt og kynjafræðin baneitruð, þá er það eina sem hægt er að gera að fylla uppí skörðin með innflytjendum. Síðan þegar búið verður að kenna fólki í öðrum heimshlutum femínískar skoðanir getur þeim farið að fækka.
Hvaða hópar valda mestum skaða í þjóðfélaginu? Hvaða hópar eru hryðjuverkahópar? Eru það þjóðernissinnarnir eða femínistarnir og húmanistarnir?
Með réttu ættu fjórir flokkar að vera langstærstir á Íslandi, hafa samtals 90% allra kjósenda á bakvið sig, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Íslenzka þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn. Aðrir flokkar hafa gert málamiðlanir og mengazt af ömurlegum málflutningi vinstriöfgahópa.
Boðar nýtt innflytjendafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 152
- Sl. sólarhring: 188
- Sl. viku: 721
- Frá upphafi: 127157
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 540
- Gestir í dag: 84
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.