Kommar og jafnaðarmenn stjórna menningarlífinu á Íslandi

Sjálfstæðismenn og aðrir hægrimenn þurfa að endurheimta menningarleg áhrif sín í landinu. Ég hef áður skrifað um þetta. Hversu oft hafa menntamálaráðherrar verið úr vinstriflokkum undanfarna áratugi eða miðjuflokkum undir hælnum á vinstriflokkum, eins og Framsókn?

 

Það er ekki allt. Nú hefur það lengi verið vitað að RÚV er kommastofnun eins og er, en á tíma Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra var kvartað undan sjálfstæðismönnum þar við völd af jafnaðarmönnum. Fara ekki sjálfstæðismenn fínlegar með vald sitt? Eru þeir nokkuð með stjórnmálaáróður menningarlega þótt þeir hafi ítök í menningarlífinu á ákveðnum tímaskeiðum?

 

Sem tónlistarmaður veit ég þetta af eigin reynslu. Svavar Knútur er hinn bezti maður og vinur minn, en ég átti erfitt með að spila lög um hægriöfga eða gegn femínisma á tónleikum Melodica festival, því margir fóru út þegar slíkur boðskapur heyrðist í mínum textum.

 

Þetta er lífsspursmál fyrir sjálfstæðismenn og aðra frelsisunnandi Íslendinga, að í öllu menningarlífinu séu að minnsta kosti jöfn áhrif frá hægri og vinstri, ef ekki meiri hægriáhrif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 782
  • Frá upphafi: 126190

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 571
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband