Tónlistarsjálfsævisaga, myndi hún seljast?

Mér finnst ég eiga nógu skrautlegan feril sem tónlistarmaður að hann eigi erindi í bók, sjálfsævisögu. Frá því ég kom fyrst fram í Digranesskóla 1985, þá 15 ára hef ég sungið mitt frumsamda efni sem hefur vakið athygli og oft orðið vinsælt í litlum hópum og ekki verið gefið út fyrr en löngu síðar eða alls ekki, og þá án aðstoðar stórra útgáfufyrirtækja, auglýsingastofa eða dreifingaraðila þannig að þeir tóndiskar hafa farið framhjá flestum.

 

Ég hef aldrei verið nægilega duglegur að umba fyrir sjálfan mig, eða bóka mig á staði til að halda tónleika. Það hefur jafnan verið að annarra áeggjan sem ég hef gripið gítarinn og raulað þessar tónsmíðar, og þá hef ég afsakað það fyrir sjálfum mér þannig að ég hefði boðskap fram að færa, að textarnir væru að segja fólki eitthvað mikilvægt.

 

Þegar maður er kominn á ákveðinn aldur finnst manni sem maður hafi misst af ákveðinni lest hvað varðar frægð og frama. Maður er ekki lengur tvítugur eða þrítugur, en nýir tónlistarmenn eru í tengslum við tíðarandann en síður við sem erum orðnir miðaldra.

 

Að vera hér á blogginu hjálpar mér að meta það hvort áhugi væri hjá fólki fyrir einhverjum bókum sem maður gæti sett saman eða er búinn að skrifa. Ef maður er listamaður eða vill vera listamaður þarf maður að hafa eitthvað skyn fyrir markaðslögmálunum líka. Ég held jú að það væri einhver markaður fyrir til dæmis ljóðabók eða textabók eftir mig eða eitthvað annað.

 

Það hefur verið mér mjög hollt að hlusta og horfa á myndbandsupptökur af mér á tónleikum, þar hef ég séð hvað mætti betur fara og hvað hefur virkað vel. Því miður á ég ekki eldri upptöku en frá 1993, en sögufræg uppákoma frá 1991 var tekin upp, þegar ég kom fyrst fram á Myrkramessunni í MK. Þá söng ég fyrst lagið "Náttúran", hið heiðna lag.

 

Ég muldra mjög mikið á tónleikum, kann ekki textana og það er stór galli, og hann verður verri þegar fólk er að skvaldra í salnum.

 

Ragnheiður frænka mín gerði mér það gagn að gefa mér góð ráð árið 1992 sem ég gleymdi þó raunar aftur. Þá var ég í kór hjá Jóni góða, úr Nýdanskri í MK, og hann vildi fá snældu af mínum tónsmíðum, og bauð mér að gefa mig út ef honum litist vel á. Þá var ég engan disk búinn að gefa út. Ég var búinn að semja haug af lögum en átti erfitt með að velja og hafna, hvað væri skárra og hvað ekki. Ragnheiður frænka, systir mömmu, sagði að ég ætti að velja eins og 10 eða 20 lög, læra þau utanað og frændi minn Atli væri til í að taka mig upp á myndbandstökuvél, sonur hennar. Hann gerði það og Jón Ólafsson fékk myndbandið, sem ég hef að vísu ekki fengið aftur frá honum, og finnst mér það skaði.

 

Ég lagði það sem sagt á mig að læra ein 20 lög eftir sjálfan mig og örfá eftir aðra. Það var 30. september 1992 og 1. október 1992 sem þessar upptökur fóru fram. Mig minnir að ég hafi tekið viku í að læra lögin og textana, þramma um gólfin og þylja þetta unz ég mundi hverja setningu og hendingu rétt.

Þannig var að ég hafði skipulagt plötur nokkrum árum áður, párað niður nöfn nokkurra laga sem mér fannst útgáfuhæf, var með þemaplötur, og eina eða tvær um náttúruvernd. Að syngja nýlegri ástarsöngva um stelpur fannst mér of tilfinningaþrungið fyrir sjálfan mig, ég var ekki tilbúinn fyrir slíka opinberun, og kaus því að grípa til umhverfisverndarlaganna gömlu.

 

Að læra þessi lög og texta breytti öllu fyrir mig hvað varðaði tónleikahald næstu árin. Ég söng skýrar og þetta kom betur út. Það er þó efni í fleiri pistla hvernig þetta breyttist og hvernig ég lærði ekki ný lög utanað sem ég fór að kynna árin á eftir á tónleikum.

 

Jafnaðarmenn og vinstrimenn hafa reynzt mér bezt í tónlistarbransanum, enda langflestir íslenzkir tónlistarmenn á þeim slóðum í pólitíkinni og erlendis líka.

 

Því má segja að ég hafi tafið eða hindrað frama minn í bransanum með því að voga mér að vera á móti kvenréttindum í textum og á móti fjölmenningunni. Það kallast víst félagsleg útskúfun, þegar fólk setur mann í skammarkrókinn fyrir að vera ekki með réttar pólitískar skoðanir og að vera að kynna þær og viðra.

 

Það er nú þetta með efann, þegar maður efast um almannaróminn. Sverrir Stormsker kenndi mér margt í því efni eins og meistari Megas, sem ég hélt samband við um langt skeið.

 

Skemmtilegustu andartökin á tónleikum hafa verið ógleymanleg, þegar ég hef tryllt salinn af hrifningu og fjöldasöng, en þetta hefur mér tekizt nokkrum sinnum, eins og í laginu "Engar umbúðir", "Frá stjörnunum berst lífið", "Adolf Hitler", "Ísland skal aría griðland" og "Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?" Einnig hefur "Björgunarlagið" stundum vakið slík viðbrögð eða "Óðzonlagið".

 

Tilraunir mínar til að syngja um jafnréttið hafa allar farið fyrir ofan garð og neðan, eða kannski ekki allar, en fólk hefur fundið fyrir að ég er ekki nógu sanntrúaður í þeim efnum.

 

Hægrimenn þurfa að læra af vinstrimönnum að leggja rækt við menninguna, gefa tónlistarmönnum tækifæri til að syngja og veita þeim bakland og stuðning. Það myndi styrkja Sjálfstæðisflokkinn mikið eða aðra flokka hægramegin við miðjuna. Eyþór Arnalds er að vísu í pólitík, en mér vitandi hefur hann ekki verið hægripólitískur í textum sínum, sem hann alveg mætti vera, ef hann er ekki alveg hættur í tónlistinni.

 

Það er langt síðan jafnaðarmenn og vinstrimenn rændu menningunni af hægrimönnum. Hvernig er hægt að snúa því við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 48
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 551
  • Frá upphafi: 132123

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 443
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband