Sagan um hversu oft ég hef skipt um skoðun í pólitík og orðið fyrir áhrifum

Ég ólst upp hjá afa og ömmu að mestu leyti, þau voru bæði sjálfstæðisfólk, sérstaklega amma, sem var ættuð frá Snæfellsnesi. Samt var það svo að mín fyrsta pólitíska sannfæring var í andstöðu við þeirra skoðanir. Ég gerðist mikill kommúnisti fyrir fermingu vegna þess að Skafti kennari í Digranesskóla boðaði vinstriáherzlur, og Árni Waag líffræðikennari talaði um mengun og umhverfisvernd. Þetta var einhver STÓRISANNLEIKUR sem ég gleypti við, þetta var eitthvað nýtt fyrir mér, að hafa samúð með allskonar minnihlutahópum og umhverfinu. Ég hafði auðvitað engan kosningarétt 12 - 17 ára, en hefði kosið Alþýðubandalagið hefði mér gefizt kostur á því þá, frá 1982 - 1987. Ég bjó til bardagasöngva um þetta þá, umhverfisvernd og andstöðu við bandaríska herinn, enda búinn að finna mig sem trúabador og tónlistarmann, og fékk mikinn meðbyr hjá jafnöldrum mínum.

 

Mér fannst þetta réttlætismál, og eitthvað sem vert væri að eyða lífinu í. Sumir þessara umhverfisverndarsöngva voru gefnir út af mér á hljómdiskum síðar, þannig að þessi tími nýttist vel.

 

Ég varð eiginlega hálfgerður anarkisti árið 1987, þá var ég byrjaður í Menntaskólanum í Kópavogi og þar voru margir mjög vinstrisinnaðir kennarar sem höfðu áhrif á mig og nemendur líka.

 

Það var ekki fyrr en seint á árinu 1987 og árið 1988 sem ég fór að fara 180 gráður í pólitískri afstöðu minni. Ég hreifst gífurlega mikið af plötunni "Stormskersguðspjöll" með Sverri Stormsker, og skrifaði hástemmda lofgrein um hana í Velvakanda Morgunblaðsins það vor, áfjálgur af hrifningu á plötunni. Öll sú plata er innrömmuð í áfengan anda Hitlers, enda fyrsta lagið hergöngumars ósunginn sem ber heitið "Mein Kampf", eða "Mín barátta", og er tilvísun í bókina frægu eftir goðið.

 

Með þessari plötu fann ég það sem ég hafði leitað að allt mitt líf. Af þessu má læra að pólitískar andstæður og öfgar er eitthvað sem getur skarazt, og finni maður sig í einum öfgum getur maður fundið sig í hinum enda þeirra líka.

 

Kvæði í þjóðernislegum anda fór ég að yrkja 1990 og hafði mikið gaman af. Á þessum árum var ég kominn með kosningarétt og kaus alltaf hægriflokka.

 

Svo var það árið 1991 að ég lenti í ofskynjunum vegna tilfinningaróts út af stúlku sem ég þráði, og áhugi minn á smáflokkum vaknaði. Ég man ekki lengur hvaða flokkar voru í framboði á þessum árum eða árin á eftir, en mig minnir að ég hafi kosið sitt á hvað stóra og litla flokka til vinstri eða hægri.

 

Ég kaus Frjálslynda flokkinn oft á meðan hann var í framboði, þarna rétt fyrir Hrunið. Ég var eiginlega dyggur stuðningsmaður þess flokks. Ég kaus Kvennalistann líka nokkrum sinnum þar á undan þegar ég taldi mig femínista, og var það kannski í raun, ég samdi mörg lög í þeim anda líka um tíma.

 

Ég var sem sagt tilbúinn að kjósa nýja flokka sem sjaldnast komust inná þing. Um tíma kaus ég Pírata, því ég trúði að einhverjar framfarir gætu fylgt þeim.

 

Núna uppá síðkastið hef ég kosið þá flokka sem ég sízt vil kjósa. Ég hef kosið Vinstri græna og Samfylkinguna.

 

Af þessu má sjá að ég hef haft samúð með eiginlega öllum stjórnmálastefnum og aðhyllzt þær á einhverju skeiði. Það er þó kynþáttahyggjan norræna sem er eðli mínu næst, náttúruverndin og þjóðernishyggjan. Allt annað finnst mér að eigi að lúta þessum hugsjónum og sé þeim óæðra. Ég tel að allir flokkar eigi að mótast eftir þeim stefnumálum.

 

Ég ætla að halda fast í það að kjósa alltaf þá flokka sem ég vil ekki kjósa, á meðan flokkar að mínu skapi eru ekki til eða komast ekki inná þing. Ég hef enga trú á mannkyninu. Það er sjálfsblekking að vera að ímynda sér að ungt fólk verði gáfað og hugrakkt eða bjargi jörðinni eða sjálfu sér. Líknardráp fyrir þetta mannkyn er það eina sem er í boði, eins og dr. Helgi Pjeturss orðaði það, mannkynið er vanskapað fóstur sem er ekki lífs auðið. Þetta er ekki bein tilvitnun, heldur nokkurnveginn eins og mig minnir að hann ritaði þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 130
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 738
  • Frá upphafi: 133209

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 547
  • Gestir í dag: 71
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband