2.11.2020 | 19:39
Um hvað verður kosið á morgun?
Ef Biden sigrar á morgun gætu femínistar náð slíkum tökum á heiminum að þeim verði aldrei að eilífu sleppt eftir það. Evrópa er öll undir klóm þessa valds, og sífellt fleiri lönd og ríki falla í þann flokk.
Að vísu er ég hlynntur áherzlum og aðgerðum í umhverfismálum sem demókratar og aðrir vinstrimenn telja nauðsynlega. Hins vegar kalla ég þetta jafnaðarfasisma og stend við það, ein skoðun er talin rétt og af sífellt meiri þunga er verið að gera stefnuna einsleitnari og jafnaðarfasismann augljósari, en hræðsluna við hann meiri, og mótstöðuna því minni.
Athugum það að sannleikurinn hefur komið fram um vélabrögðin í nútímanum, en vélin sem knýr áfram jafnaðarfasismann stoppar aldrei en heldur áfram að bryðja allt sem fyrir er. Góða fólkið og ybbarnir mæta allri gagnrýni með hörku, allt verður flatt út sem á vegi þeirra verður, engin skynsemi eða mannúð notuð, hvað sem upphaflegu orðin eiga að merkja. Þetta er heimurinn sem Joe Biden boðar, þótt hann sé góðlegur, gamall maður, sem sjálfsagt hefur verið öllum góður, blessaður maðurinn. Hann er nytsamlegur sakleysingi, eins og svo margir.
Ég er hræddur um að bandarískir, evrópskir og vestrænir lífshættir líði undir lok með sigri Bidens en ekki Trumps. Hvers vegna? Jú, af fullum þunga verður tekinn upp áróðurinn fyrir ofurmegrunum og meinlætalifnaði, hollum lífsháttum, sparnaði, andlegum dyggðum, og allt þetta sérbandaríska verður talið syndsamlegt og vont. Á meðan mun Kína vaxa og dafna sem aldrei fyrr og taka forystuna.
Þetta er bara allur pakkinn og ekkert smáræði. Demókratar og það lið stefnir að gjörbreytingu og gjörbyltingu. Þar er barninu hent út með baðvatninu, því frekar höggva demókratar af sér útlimina og drepa sig en að viðurkenna að eitthvað sé rangt við þeirra stefnu.
Kannski þarf náttúran á einhverju slíku að halda, og vonandi dugar það til að bjarga jörðinni. En sársaukafull verður sú vegferð Joe Bidens og hans flokks, ekki bara fyrir hann og demókrata heldur einnig fyrir okkur öll hin.
Já, Trump hefur ekki staðið sig vel gegn pestinni sem nú herjar á heimsbyggðina. Hvernig er samt hægt að ímynda sér að Joe Biden verði einhver töframaður í þeim efnum, veifi töfrasprota og láti öll vandamál hverfa? Hann talar á sínum kosningafundum eins og Trump sé einhver skratti sem hafi viljandi látið þetta dynja á þjóðinni og heiminum og að hann, Joe Biden, bjargi málunum. Jæja, sá sem fær embættið og völdin á eftir að sitja í sviðsljósinu, og lenda í stöðugum árásum pólitískra óvina sem aldrei fyrr.
Þrátt fyrir allt er Donald Trump maður frelsis og sjálfstæðis, það líkar mér betur en að vera maður kommúnismans, eins og Joe Biden.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 161
- Sl. sólarhring: 163
- Sl. viku: 769
- Frá upphafi: 133240
Annað
- Innlit í dag: 100
- Innlit sl. viku: 568
- Gestir í dag: 89
- IP-tölur í dag: 88
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegir pistlar hjá þér. Erfitt að sjá hver stendur sig best í að verjast veiru eins og hún var fyrst. Óttablönduð viðbrögð og lítill reynsla af sóttpestum. Hvernig hann sjálfur tók á móti veirunni voru góð skilaboð. Ekki er hægt að eftirláta misgóðum embættismönnum alla stjórn á ríkjum. Embættismenn eru oftast jafnaðarmenn og Joe Biden er eins sporléttur skrifstofumaður, ekki með eins skýr skilaboð og Trump. Aldrei að vita hvað leynist í kössunum.
Sigurður Antonsson, 3.11.2020 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.