30.8.2020 | 16:21
Lærdómur dreginn af hremmingum
Eitthvað bar á því í fyrstu bylgju þessa faraldurs að menn voru að tala um að minnkandi umsvif væru holl fyrir náttúruna. Íslenzka hagkerfið ber merki fíklahagkerfisins, og er hótelabólan nýjasta dæmið um það, en aukin bankaumsvif í kreppunni fyrir rúmlega 10 árum. Það kann vel að vera að Sjálfstæðisflokknum sé helzt að þakka fyrir að ríkissjóður stóð vel þegar ósköpin hófust í upphafi þessa árs. Þó má læra enn mikið af þessari kreppu, að áherzlan á ferðamenn og ferðaþjónustuna var samskonar fíklahagkerfiseinkenni og áherzlan á bankana áður. Margt mætti læra af Guðna Ágústsyni úr Framsóknarflokknum og þeim sem halda því fram að Ísland eigi að vera sem sjálfstæðast, að efla landbúnað og sjávarútveg, að hafa sem minnsta þörf fyrir útlönd.
Ættu ekki náttúruverndarsinnar að sjá tækifæri nú í annarri bylgju faraldursins til að boða minni mengun og varanlegar breytingar á orkuþörf á heimsvísu? Kröfur um mannréttindi mega ekki yfirskyggja kröfur um náttúruvernd.
Það mætti vel trúa því að æðri máttarvöld hafi skorizt í leikinn þegar þau sáu jökla bráðna sem aldrei fyrr og hitamet slegin. Ég er í félagi sem heitir Félag Nýalssinna. Þar kom fram á sambandsfundi síðastliðinn vetur að mannkyn sem hafa mikil áhrif á okkar jörð hafi átt hlut að máli til að minnka mengun á jörðinni. Bæði er talað um lífstefnu og helstefnu í þeim fræðum, er það of langt mál að fara út í hér.
Jafnvel má líta svo á að fleiri drepsóttir verði sendar hingað ef við ekki högum okkur vel og drögum úr mengun á meiri hraða, en að mannkynið komist skár úr þessari ef það hættir mótmælum gegn "fasisma" yfirvalda. Þetta ætti að vera það afturhvarf til náttúrunnar sem margir náttúruverndarsinnar hafa boðað lengi.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 136
- Sl. sólarhring: 151
- Sl. viku: 744
- Frá upphafi: 133215
Annað
- Innlit í dag: 83
- Innlit sl. viku: 551
- Gestir í dag: 74
- IP-tölur í dag: 74
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.