Fóstureyðingar eða önnur fjöldamorð

Hatrið gegn múslimum er svo sem ekkert nýtt, en viðbrögðin við því eru tilefni til umfjöllunar. 

Þegar menn fremja svona fjöldamorð er það, tel ég, vegna þess að þeir hafa sefað sjálfa sig til þess að trúa því að ákveðin manntegund hafi ekki lífsrétt. Það er ekki tekið fram að hann hafi verið dæmdur geðveikur og því er geðveila ekki til refsiminnkunar. Það er ágætt ef menn leggja þann ósið af að telja öll fjöldamorð tengd geðveiki, sem lýsir fordómum frekar en staðreyndum.

Svo eru það fóstureyðingarnar, þær eru gjörsamlega sambærilegar við svona fjöldamorð. Þær eru skipulagðar af kaldri rökhyggju rétt eins og þessum manni er gefið að sök að hafa skipulagt og framkvæmt þessi fjöldamorð. 

Það er mjög eftirtektarvert að sama samfélag og telur ekkert óeðlilegt við að drepa þúsundir barna í móðurkviði eða meira árlega beiti hörðustum refsingum gegn þeim sem drepur miklu færri einstaklinga, sem að vísu eru fullorðnir.

Ég er mjög minnugur á samtöl og það sem ég les í kommentakerfum ef mér finnst það eftirminnilegt. Fyrir nokkrum árum átti sér stað þræta á kommentakerfi Dv.is sem ég tók svo sem ekki sjálfur þátt í, en las af athygli.

Ein kona sem var hlynnt fóstureyðingum og hin mesta mannúðarmanneskja, vinstrisinnuð miðað við hvernig hún deildi á frjálshyggjumenn, hafði hina mestu samúð með sveltandi þjóðum úti í heimi, sagði sem svo til að styðja fóstureyðingar, að lífið væri ofmetið hvort sem væri.

Að lífið væri ofmetið, að það væri nú ekki eins merkilegt og af væri látið.

Með sömu rökum væri hægt að afsaka öll voðaverk fortíðarinnar í mannkynssögunni, eða þessi fjöldamorð sem rötuðu í fréttirnar.

Hér vil ég aðeins spyrja að því, hvernig getur samfélagið fullyrt að ófædd börn eigi miklu minni lífsrétt en aðrir? Er það ekki augljóst að búið er að skekkja siðferðisviðmið fjöldans, að ungt fólk er eins og hlýðnir sauðir, og aðrir sem þykjast siðferðilega æðri en rasistar eða þeir sem vilja viðhalda lífinu eins og það hefur tíðkazt og virkað?


mbl.is Mun aldrei ganga laus að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið rétt hjá þér Ingólfur. Ófædd börn er litið á eins og hver annar fílapensill það megi bara kreista út. En fósturdeyðingar eru ekkert annað en fórn á altari Móloks, en það er of hryllilegt til að lýsa því hér á opinberu bloggi í hverju það felst. Sama fólk sem finnst fósturdeyðing eðlilegur hlutur heldur ekki vatni yfir aftökum glæpamanna, ekki svo að ég ætli að afsaka það, en hræsni þeirra sem telja sig vilja vernda lífið er alger þegar kemur að ófæddum börnum. Katrín Jakobsdóttir taldi að heimila ætti fósturdeyðingu allt fram að fæðingu, alveg eins og Hillary Clinton.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.8.2020 kl. 21:07

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Gott að heyra að hér er hljómgrunnur fyrir þessar skoðanir. En í RÚV er látið í veðri vaka að það hafi verið hið besta mál, bara verið að styrkja réttindi kvenna.

Svo er verið að segja í Fréttablaðinu að hvernig tekið hafi verið á bylgju númer tvö af þessari drepsótt hafi verið mistök, því að ekki megi styggja Mammon!

Þvert á móti finnst mér ríkisstjórnin loksins núna vera farin að gera eitthvað að viti þegar hún er farin að láta sér líf landsmanna meira varða. Annars kann það að vera bara það, að þau hræðast gagnrýni eða mótmæli ef mannfallið verður of mikið af heimsfaraldrinum.

Sænsku kratarnir sem stjórna eru samviskulausari en það, enda vita þeir ósköp vel að þessi óhefti innflutningur fólks sunnar úr álfunni er búinn að rústa fjárhagnum, en neita að viðurkenna það. Hvað hefði gerst hefði Samfylking og Viðreisn verið við stjórn núna? Það hefði varla verið skárra.

Ingólfur Sigurðsson, 29.8.2020 kl. 06:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 576
  • Frá upphafi: 105972

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 462
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband