Skoðanakönnun kætir Dag B. Eggertsson

Miðað við hvernig vinstriöflin eflast eins og púkinn á fjósbitanum í Reykjavík mætti halda að kommúnisminn sé smitandi, eða versta smitpest í heimi.

 

Annars vil ég koma með kenningu sem vel mætti skoða. Vinur minn sem er sjálfstæðismaður búsettur í Reykjavík er þeirrar skoðunar að Eyþór Arnalds sé of kurteis og málefnalegur í framkomu, að hann þurfi að vera grimmari. Hann telur að Davíð Oddsson hafi náð þessu feikilega fylgi með óvenjulegum leiðtogahæfileikum sem hafi verið blanda af hörku, húmor og persónutöfrum.

 

Nú virðist sem margir fái glýju í augun af valdaljóma Dags B. Eggertssonar, og að sama hversu mikið hann sé gagnrýndur að það bíti ekkert á honum. Þetta sýnir ýmislegt um mannlegt eðli og þörfina fyrir sterka leiðtoga.

 

Raunar finnst mér Eyþór Arnalds alltaf koma vel fyrir og hann vera málefnalegur, en hvað er það þá sem vantar?

 

Eitthvað er það við mikið vald sem ekki verður sigrað, að það getur jafnvel orðið meira. Vald jafnaðarmanna er trúarlegt og siðferðilegt, eins og vald kirkjunnar var. Þeir telja sig geta fellt siðferðisdóma. Það byggist í raun á andstöðunni gegn guði Biblíunnar, ef litið er á áherzlurnar og baráttumálin. Í flestum stóru trúarbrögðunum sem nú eru vinsæl er varað við valdi kvenna og femínisma. Það á við um islam, kristni og gyðingdóm, en þessi trúarbrögð eru einna útbreiddust í heiminum.

 

Kristin kirkja á Íslandi og víðar á vesturlöndum er mjög svo í varnarstöðu. Þetta þarf allt að skoða í samhengi við þennan uppgang vinstriaflanna í Reykjavík.

 

Það er sjálfið sem er dýrkað, eða egó mannsins í húmanismanum, sem er kjarni jafnaðarstefnunnar. Mannlegur vilji er settur ofar gamalli speki í margvíslegri mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólk fær það sem það á skilið.

Svo yfirvöld segja ýmislegt um fólkið.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.8.2020 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 635
  • Frá upphafi: 126464

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 456
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband