Hverra hagsmunir ráða?

Nú finnst mér í ljósi nýjustu frétta að þríeykið sé heldur sljótt í viðbrögðum. Þetta er eins og þegar bílstjóri í bíl sér að árekstur er að verða og hann bremsar ekki nema örlítið, og útskýrir það með því að það sé svo dýrt að slíta bremsuklossunum með því að hemla of harkalega!

 

Er verið að setja hagsmuni ferðaþjónustunnar fram yfir hagsmuni landsmanna? Hann Ómar Geirsson er vanur að blogga um þessa hluti ágætlega. Mér finnst skemmtilegt þegar menn láta gamminn geysa og koma fram með samsæriskenningar, þær geta oft verið réttar að öllu eða einhverju leyti.

 

Við eigum ágætlega fært fólk að sjá um þessa hluti, en oft verður maður var við þöggun og samsæristilhneigingar. Ég býst við að Þórólfur myndi tæplega viðurkenna það að yfirvöldin beiti hann og þau þrýstingi, þótt svo geti verið.

 

Svo er þessi umræða um landamærasmit og eftirlit með landamærum villandi. Það er ekki hægt að fullyrða með 100% vissu að einhverjar þjóðir séu hættulausar þótt minna sé þar um smit. Landið var nú einu sinni laust við veiruna áður en opnað var fyrir ferðamönnum þannig að þaðan kom smitið aftur.

 

Barnalæknirinn Þórólfur talar oft við þjóðina eins og hann sé að tala við börn. Hann vill ekki valda of miklum kvíða og gerir því frekar of lítið úr áhyggjuefnunum. Hvað er þá orðið af reglunni að búast við því versta og gera sitt bezta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 619
  • Frá upphafi: 126448

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband