Ungt fólk hættir á samfélagsmiðlum, um fréttina

Félagslíf er ágætt og nauðsynlegt, en stundum hefur sú skoðun skotið upp kollinum að það hafi færzt svo í aukana hjá ungu fólki þetta tæknifélagslíf að það sé meira í símum og tölvum en venjulegum samskiptum maður á mann. Þess vegna finnst mér þessu frétt á mbl.is áhugaverð, að ungt fólk hafi að undanförnu hætt á samfélagsmiðlum út um allan heim af ýmsum ástæðum. Það getur verið þroskandi að taka sér hlé í þeim efnum eða hætta þar alveg, sérstaklega þegar um er að ræða Facebook, Twitter, eða samfélagsmiðla sem eru eiginlega fíknmyndandi, kalla á þörf fyrir læk, aðdáun og virðingu sem flestra. 

Það versta er þó þegar ritskoðun er þarna tekin upp og einhver meginstraumsítroðsla valdsins er samþykkt af þeim sem eiga þessa samfélagsmiðla, þá undir þrýstingi hópa eða stofnana sem eru í raun fasískar eða hálffasískar þótt þær feli sig undir mannúðarnöfnum eða mannréttindaafsökunum.

Að efast um eitthvað sem áður þótti viðurkennt eða var viðurkennt er mikið þroskamerki. Ég sjálfur átti mitt skeið sem jafnaðarmaður, undir áhrifum frá einum kennara í barnaskóla hjá mér og Megasi og Bubba sem ég hélt mikið upp á lengi, og geri raunar enn. Þegar ég fór að dýrka Sverri Stormsker fór mín pólitíska stefna strax að sveiflast til hægri.

Mér finnst það raunar nauðsynlegt og ágætt að hafa samúð með minnihlutahópum eins og ég lærði á ákveðnu skeiði í lífi mínu, en það er líka nauðsynlegt að átta sig á því að "alls staðar er eymdin" eins og ég orti einu sinni um. Sem sagt, það er alltaf valkvætt með hverjum maður hefur samúð. Það er meginvilla fólgin í þeirri afstöðu jafnaðarmanna að öllum sé hægt að hjálpa á sama tíma. Jafnaðarstefnan er hættuleg, útópísk grilla, bæði hættuleg umhverfinu og mannkyninu. Guð skapaði ekki dýrin jöfn eða mennina, það er grundvallaratriði. Með því að hafa náttúruvalið hafa hæfileikar komið fram í mannkynssögunni sem hugmyndir um jöfnuð deyfa.


mbl.is Ungt fólk hættir á samfélagsmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 589
  • Frá upphafi: 105404

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 461
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband