21.5.2020 | 09:06
Kata rokkar - kvæði - ljóð - söngtexti
Til er gamalt dægurlag undir þessu heiti. Hér er ljóð frá 2019 undir sama heiti sem ég setti saman til að fjalla um atburði líðandi stundar. Miklu efni komið saman í stuttan texta.
Ef ég nú samþykki eitrið að taka,
aðrir þá mótmæla stjórninni grimmu.
Vil ég vaka
og veiðast þeim af?
Dæmast menn í dimmu
dauðahaf?
Komast í rauðflekki kvöldrifnir sokkar?
Kata rokkar.
Skessa með ofbeldi aðra nú kúgar,
einbeittur viljinn og hryðjuverk fremur.
Þingið þrúgar.
Þar ýmis hljóð.
Rembur rýgur temur,
roluþjóð.
Kvartandi greyin, ó kvennanna flokkar...
Kata rokkar.
Beitir hún fyrir sig böðlanna venju,
bryðjandi klettana tröllskessan fláa.
Fylgjum frenju!
Furðulegt líf, steikt!
Horfið hafið bláa,
það hýrt er, bleikt.
Karlræfill margbrotinn kaghýddur brokkar...
Kata rokkar.
Krakkaleg vexti en klækina þekkir,
kann þessi stóra að lemja og brjóta.
Búra blekkir,
bragðvísin þar er.
Kann með hroka að hóta,
frá honum fer.
Kýrljóst að verndast ei kyrrlátir stokkar.
Kata rokkar.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 113
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 785
- Frá upphafi: 133465
Annað
- Innlit í dag: 94
- Innlit sl. viku: 603
- Gestir í dag: 90
- IP-tölur í dag: 88
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.