8.5.2024 | 00:17
Að lenda í öðru sæti er stundum betra, eða lögin í neðri sætum en fyrsta sætinu geta verið betri en þau sem sigra
Ég spáði því að Bashar Murad myndi ganga vel fyrir Íslands hönd, jafnvel sigra keppnina úti. Á það var ekki látið reyna því hann lenti í öðru sæti og því vitum við aldrei hvort sú spá hefði ræzt, en að minnsta kosti fékk hann feikilegt fylgi frá útlöndum sem studdi spá mína, svo kannski hefði hún ræzt.
Lagið sem Hera söng var ágætt, en athyglin í heimspressunni var öll á atriði Bashars Murads, þannig að Hera náði næstum engri athygli í heimspressunni, og á ensku var lagið ennþá líkara þessum "högghamarstakslögum" eins og Ómar Ragnarsson orðar þetta svo snilldarlega, það eru orð að sönnu.
Ég vil minna á að ég lenti í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna í MK (Menntaskólanum í Kópavogi) árið 1993 með lagið "Þitt ljóð er", lagið eftir mig, ljóðið eftir Jón Trausta, sem samdi Höllu og Heiðabýlið og fleira.
Árið eftir vann Emiliana Torrini keppnina, þá söng ég lagið "Visthrun" eftir mig, frá 1989, og allt lagið var í rapptakti og naut undirleiks dauðarokkshljómsveitar frá skólanum. Þá fékk ég verðlaun fyrir sviðsframkomu en komst ekki í neitt sæti, enda bauð lagið í rapptakti ekki uppá mikla sönghæfileika.
Árið 1992 söng ég lagið "Ó græni þollur", eftir mig, frá 1990. Það vakti mikla athygli nemendanna, en eftir sem áður sigraði ég ekki keppnina, enda söng ég of lágt svo lagið fékk ekki að njóta sín eins og hjá þrumusöngvara.
![]() |
Hera komst ekki áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 8. maí 2024
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Eru dægurlög úrelt um málefni líðandi stundar sem eru orðin m...
- Til að losna við wókið þarf MJÖG mikla hægriritskoðun. Wókið ...
- Verða þínar vélar farnar? Ljóð frá 20. nóvember 2015.
- Það er nauðsynlegt að líta 30 ár til baka til að skilja breyt...
- Sjálfskaði vegna vinstriranghugmynda og narsisismi vinstrisins
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 54
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 774
- Frá upphafi: 158897
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 539
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 45
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar