Helvíti á jörðu verður þar sem náttúran er hvorki virt né tignuð

Þegar heimsmyndinni er ógnað neita sumir að fallast á ýmislegt sem er henni andsnúið. Vinstrimönnum er það fjarlægt að viðurkenna að hamla verði mannúðarhjálp í garð útlendinga, flóttamanna og annarra og hægrimönnum er það fjarlægt að viðurkenna að hamfarahlýnun geti verið staðreynd eða manngert veðurfar.

Veðrið á Íslandi er kannski enn innan marka þess sem maður á að venjast, en þó er miklu meira um storma allan ársins hring, eða ég man ekki eftir þessum stöðugu stormum hér þegar maður var að alast upp. Þá komu jú einstaka sinnum mikil hvassviðri, en þau eru orðin býsna algeng núorðið. Því er haldið fram að það sé vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Ég held að fullyrða megi að skógareldar erlendis eru orðnir miklu algengari og sömuleiðis hryllilegar hitabylgjur og meiri öfgar í veðurfari.

Það skelfilega við þetta er að kannski er mannkynið komið fram yfir þann punkt þegar mögulegt var að snúa til baka frá helstefnu til lífstefnu og bjarga mannkyninu og jörðinni allri.

Mannkynið er ekki nema hluti af lífkerfi jarðarinnar. Húmanisminn er viðurstyggilegt fyrirbæri, að meta mannslífin bara mikils, en ekki líf dýra og plantna og vistkerfisins í heild, sem er nauðsynlegt.

Ég hef lesið suma bloggara hæðast að trú heiðinna manna á goðmögn náttúrunnar, en sú trú á sér samt röklegri og skynsamlegri grundvöll heldur en trúin á Krist eða Jahve, vegna þess að sú trú er gagnvirk, náttúran er raunveruleiki en erfiðara er að sanna að máttur Guðs sé raunveruleiki, eða frelsaranna sem trúað er á, eða annarra vætta eða máttur heilagra manna, eða hvað það nú er sem fólk vill trúa á.

Núna síðast í gær skrifaði Geir Ágústsson pistil þar sem hann talar um loftslagskirkjuna og loftslagstrúarbrögðin. Slíkt orðalag er reyndar ekki nýtt.

Júlíus Valsson bloggari skrifar þar athugasemd þar sem hann lýsir loftslagstrúnni sem torskiljanlegri og að fólk ætti nóg með kristnina. Hvernig væri þá að sleppa kristninni og fara aftur að tigna goðmögn náttúrunnar?

Málið er það, að heiðnin er að koma aftur og sigra mannkynið því hún er nauðsynleg. Kristnin reyndist byggð á sandi.

Virðing mín fyrir Keltum og drúíðum er mikil, og mannfórnir þeirra gegndu því hlutverki að halda mannkyninu í skefjum.

Ég hef áhuga á að gefa út bók eftir mig um Kelta og drúíða. Eitt er þó víst: Ég er alveg hættur að gefa eitthvað út sjálfur, plötur eða bækur. Aðeins ef aðrir gefa út og helzt á vegum stórra forlaga er ég til í slíkt. Það er þó undir því komið að fólk sýni því máli áhuga og vilji kaupa hana. Ég held að slík bók yrði bara mjög fróðleg fyrir fólk á okkar tímum.

Veit fólk að drúíðar bjuggu yfir meiri þekkingu og vizku en við nútímamenn á mörgum sviðum?


mbl.is „Þetta var helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 35
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 694
  • Frá upphafi: 107156

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 526
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband