Eru Íslendingar of smásálarlegir til að gera Ástþór Magnússon að forseta landsins?

Á fyrri hluta 20. aldarinnar skrifaði dr. Helgi Pjeturss um að framvindustefnurnar væru tvær, helstefna og lífstefna, og að hann væri eini frelsarinn sem byði uppá lífstefnuna. Þetta virðist hafa ræzt hjá honum.

Rétt eins og Ástþór Magnússon talaði hann um frið og að hann vildi sameina mannkynið. Dr. Helgi skrifaði um það að mannkynið þyrfti sameiginlegt áhugamál til að sameinast um til að vilja frið, og að það sameiginlega áhugamál væri sambandið við aðrar stjörnur.

Hann stakk upp á því að fyrsta stjörnusambandsstöðin yrði reist í Öskjuhlíðinni. Hægt væri að breyta Perlunni í slíka stjörnusambandsstöð, ef íslenzka þjóðin fengi áhuga á þessu máli.

Mér hefur oft litizt vel á framboð Ástþórs, það minnir mig á framúrstefnulegan boðskap dr. Helga Pjeturss, sem ég hef virt lengi.

Dr. Helgi Pjeturss var einn sá fyrsti sem leit svona stórt á íslenzku þjóðina, að hún hefði hlutverki að gegna í heimsmálunum.

Dr. Helgi Pjeturss ritaði og talaði um það að Ísland yrði heimsótt af ferðamönnum ef slík stjörnusambandsstöð yrði reist á Íslandi. Fyrst myndu þar starfa miðlar en með tímanum kæmu þar fram líkamningar framliðinna þegar samstilling mannkynsins yrði meiri og líforkan.

Dr. Helgi Pjeturss vildi stöðva seinni heimsstyrjöldina og talaði um að styrjaldir væru eins og sóttkveikjur í líkama jarðarinnar.

Í DV er vitnað í Nostradamus í dag og hann er talinn hafa spáð því að á Íslandi yrði til leiðtogi heimsins, "ljósið frá Íslandi", og eitthvað slíkt, og Píramídaspádómar tengjast þessu líka.

Adam Rutherford var kristinn maður og spáði því að frá Íslandi kæmi leiðtogi heimsins.

Skyldi Ástþór Magnússon vera þessi "leiðtogi frá Íslandi"? Það mun varla koma í ljós nema hann verði kosinn.


mbl.is Ástþór Magnússon býður sig fram á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 100
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 759
  • Frá upphafi: 107221

Annað

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 576
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband