14.5.2023 | 02:28
Er hægt að kenna trúarofstæki um að bandarísk móðir drepur börnin sín, eða eru ástæðurnar aðrar?
Nú er það orðið algengara að fréttir komi um konur sem fremja glæpi, eins og að drepa börnin sín. Skyldi kvenréttindakonum hafa dottið í hug að þessar yrðu afleiðingar baráttu þeirra umfram það sem þær sögðu og fullyrtu? Skyldi engum hafa dottið í hug á þeim tíma að neikvæðar afleiðingar yrðu af þessum þjóðfélagsbreytingum, sem kalla má mjög miklar?
Trúarofstæki er talið upp sem ein helzta ástæða fyrir þessum voðaverkum. Erfitt er að meta það til móts við persónuleika konunnar, en það kann að hafa spilað inní. Heimsendabækur sem byggja lauslega á trúarkennslu mormóna eru taldar hafa hvatt hana til verknaðarins.
Ef tölfræði yrði tekin saman um glæpi kvenna í nútímasamfélaginu og svo feðraveldissamfélaginu kæmi mér það ekki á óvart að þeir séu orðnir fleiri og verri í nútímaþjóðfélaginu. Miðað við margar nýlegar fréttir á DV um óvenjulega glæpi af þessu tagi, þá kæmi það ekki á óvart.
Ef konur voru betri og friðsamlegri innan feðraveldissamfélagsins og tölfræði almenn styður það, hlýtur það að vera hörð gagnrýni á vestrænt samfélag nútímans.
![]() |
Dæmd sek fyrir að myrða börnin sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 14. maí 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 50
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 647
- Frá upphafi: 159060
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 466
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar