Oft finnst mér gott það sem kempan Björn Bjarnason skrifar, sem hefur haft áhrif í þjóðfélaginu lengi. Pistill hans um spjallmennin (29. apríl 2023) er vissulega ágætur, en það eru þarna alþekktir frasar sem hann notar sem mig langar aðeins að mótmæla, en fleiri en hann nota þá frasa að vísu.
Frasinn er á þá leið að tungumálin skapi menninguna, að tungumálin skapi goðsagnirnar, lög, guði, peninga, listir, vísindi, vináttu og þjóðir, eins og upptalningin er hjá honum hjá honum, en örlítið umorðuð hér.
Ég hef nú lengi haft áhuga á goðsögnum, og ég er bara algjörlega ósammála því að tungumálið skapi goðsagnir eða þá að menn skapi guði og gyðjur, ekki frekar en guð Biblíunnar eða Kóransins.
Ég hef einnig haft áhuga á málvísindum lengi, og þótt ég kunni ekkert í þeim til hlítar veit ég sumt.
Til dæmis er merkilegt að indóevrópsk tungumál þróuðust frá frumtungumáli, sem einna flestir telja að hafi sprottið upp nálægt því svæði þar sem nú er hvað mest barizt í, Svarthafið, Úkraína, en kenningarnar um það upprunaland eru margar og ná yfir mikið landsvæði.
Ég tel þvert á móti að goðsagnir skapi tungumál, að íslenzkan sé tungumál guðanna í Valhöll, sem eru íbúar annarra hnatta, og að indóevrópska tungumálið hafi komið hingað til jarðarinnar með þeim, ásamt forfeðrum okkar og formæðrum fyrir langa löngu.
Ég tel að guðaheiti sem nú eru týnd geymist í tungumálinu, sérstaklega nöfn yfir dýr og jurtir og náttúrufyrirbæri, þar sem vitað er að náttúrufyrirbæri, fossar, fjöll, tré, dýr og jurtir voru tignuð sem guðir, gyðjur eða vættir.
Að öllum líkindum voru það heiti yfir Vani og Vanynjur, sem tengdust þannig dýrkun.
En umræðan um hættuna af gervigreind svo annað mál, og tek ég undir það hjá Birni og fleirum að sú hætta er vissulega til staðar, og ókannaður frumskógur þar á ferðinni og eiginlega óþekkt furðuland eins og sérfræðingar eru sammála um. Ég er einnig sammála því að tungumál okkar tengist sjálfstæði okkar órjúfanlegum böndum og þarf að vernda það með öllum ráðum. Það mun móta okkar menningu og framtíð hvernig það tekst.
Mjög mikið afrek er það að koma íslenzkunni inní tölvur og snjalltæki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 30. apríl 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 50
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 647
- Frá upphafi: 159060
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 466
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar