9.2.2023 | 01:06
Fylgishrun Framsóknarflokksins og Einars Þorsteinssonar í samstarfinu við Dag B. Eggertsson og Samfylkinguna í Reykjavík. Úr 18% í 8%.
Framsóknarflokkurinn hefur tapað mjög miklu fylgi í Reykjavík eftir að Einar Þorsteinson komst að þeirri merkilegu og þversagnakenndu niðurstöðu að bezta leiðin til að breyta einhverju í Reykjavík væri að breyta engu og gerast enn ein "viðreisnarhækjan" fyrir Dag B. Eggertsson, samkvæmt því sem kom fram í Íslandi í dag undir stjórn Snorra Mássonar í gærkvöldi á Stöð 2.
"Tími til kominn að breyta Reykjavík", sagði hann og eftir kosningar spartzlaði saman gamla meirihlutanum með Degi B. Eggertssyni. Eitthvað undarlegt við það.
Leitt þótti mér að hann gerði tvær málvillur, viljandi eða óviljandi. Talaði um "bæði" en ekki "hvort tveggja", þegar "hvort tveggja" passaði betur. Svo talaði hann um að taka"áhættur í svona kulda" eða eitthvað slíkt, en eins og ég lærði þetta er orðið áhætta alltaf í eintölu. Er hann ekki íslenzkufræðingur? Eða er þetta tízkubylgja íslenzkufræðinganna í dag, að gera villur viljandi?
Fylgi Framsóknarflokksins er "alveg hrunið" í Reykjavík í samstarfinu með Degi B. Eggertssyni, eins og Snorri sagði í þættinum, fór úr 18.7% í síðustu kosningum í 8.2% í könnun Maskínu.
Orðalagið "verkefnastjóri framtíðarinnar" var gert að sökudólgi, en væntanlega var það bara grín hjá Snorra.
Það voru margir búnir að spá fylgistapi Framsóknar eftir að Einar ákvað að vinna með Degi en ekki Sjálfstæðisflokknum, Hildi Björnsdóttur. Auðvitað er það málið að þetta var gjörsamlega fyrirsjáanlegt. Kjósendur voru að heimta breytingar sem þeir fengu ekki, Einar í Framsókn gerðist enn einn útlitsstjórnmálamaðurinn en ekki prinsippstjórnmálamaður sem breytir einhverju í raun og veru, en útlitsstjórnmálamaður þykist aðeins gera það.
Hvenær ætla menn að læra af því hvað kjósendur eru að kalla eftir í Reykjavík, ekki meira af Degi B. Eggertssyni og Samfylkingunni heldur einhverju nýju?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 9. febrúar 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 59
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 656
- Frá upphafi: 159069
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 473
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar